Og mér finnst fyndið...
...hvað ég get verið klikkuð stundum...fór í ljós núna eftir squash og akkúrat þegar tíminn var búinn þá kom uppáhaldsdansilagið mitt at the mo...veit ekki hvað það heitir en Óli lét mig hlusta einhvern tímann á það...held að það sé eitthvað tengt N*sync...er samt ekki alveg viss...en ég stend upp úr bekknum og byrja að dansa á fullu...við allt fokkíng lagið sem er svona 3 og hálf mínúta...og ekki í einni spjör ehehehe...svo rankaði ég við mér þegar lagið var búið og ég hef örugglega verið að syngja líka...gellan í afgreiðslunni horfði allavega grunsamlega á mig þegar ég var að fara út...kannski er hún með myndavél inní klefanum..heheeh
...en talandi um dans og måske kynþokka í leiðinni þá finnst mér svo sorglegt svona gellur...söngkonur og aðrar...sem að eru eitthvað að fíla sig í myndböndum og reyna að vera alveg heavy sexí en eru bara soldið skerí og eiginlega bara asnalegar og pathetic heeheh...gott dæmi um þetta er hún Dani Minouge...ekki eingöngu er hún soldið skerí og asnaleg heldur er hún líka að reyna að stæla systur sína sem er svoleiðis milljón trilljón sinnum flottari en hún..æjji greyið Dani...aldrei gaman að lifa í skugga af einhverjum en hún verður að feisa það greyið...ég hef aldrei séð jafn ósexí manneskju á ævinni...granted að sexiness comes from the inside og allt það sem ég trúi 100 % á...en mikill hluti af first impression kynþokka er einmitt augnaráð og hvernig fólk hreyfir sig og greyið Dani er ekki að meika það sko...en svo er kynþokki líka svo mikið hugarástand...ef að ég er búin að troða mig upp af einhverju gúmmulaði og ætla svo að reyna að skekja mig eitthvað flott þá gengur það ekki því hugurinn minn einbeitir sér bara að því hvað ég er búin að borða ógeðslega mikið og allt það...en augnaráðið hjá Dani er líka ekkert að gera sig...hún lítur svona út eins og gellan í Exorcist...frekar skerí gella...synd því hún er svo mjó og vel vaxin...mér finnst að við ættum að henda henni út og gefa mér líkamann hennar því ég hlýt nú að geta gert betur...hehehe...eða kannski ekki...kannski yrði ég líka bara skerí og pathetic og sorgleg og allur pakkinn...ég væri þó allavega ekki að reyna að stæla systur mínar...
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli