24.5.04

...Og í dag á merkur maður ammæli...

...enginn annar en minn besti vinur Nurse Óli fagnar 24 ára ammæli sínu í dag. Fagnar hann einnig nýrri íbúð og barni á leiðinni en það er nú önnur og hjarnæmari saga...

...fjárfesti ég í frábærri gjöf fyrir hann Óla þó ég segi sjálf frá og eins gott að hann verði ánægður...og ef hann verður ekki ánægður þá er eins gott fyrir hann að þykjast vera ánægður...ég læt áhangendur mína vita á miðvikudaginn þar sem plönuð er heimsókn til hans annað kvöld...gaman gaman...

...annars reyndi ég að ná í mann á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í dag og það var nú þrautinni þyngri...ég var gefin á milli að minnsta kosti þriggja mismunandi aðila og loksins þegar ég fékk nafnið á manninum sem ég var víst að leita að þá bara slitnaði sambandið og skellt var á mitt yndisfagra eyra...hvert er heimurinn eiginlega að fara? Ég vissi ekki að kynþokki minn smitaði svona út frá sér og gæti slitið sambönd hér og þar um bæinn...ég þarf greinilega að fara að athuga klæðaburð minn, fas og raddbreytingu...annars er Ísland á leiðinni til kölska frænda míns...

...annars einkennir svefngalsi og almenn ánægja skap mitt í dag...fékk það ánægjulega verkefni að forvitnast um óverðtryggð lán hjá Íslandsbanka sem ég hef álíka mikið vit á og bananahýði og því var það mikið þrautvirki að böggla þessum leirburði út úr mér á prent og í blaðið...usss...

...nú er stefnan að drulla sér heim...eða "heim" og elda eitthvað gómsætt fyrir ektamanninn sem bíður hinum meginn við vegginn...glorsoltinn og gráhærður...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: