12.3.03

Og síðustu dagar..

..hafa verið sérdælis prýðilegir....þrátt fyrir almennt svefnleysi og hungur ha ha ha...nei á mánudaginn fór ég í heimsókn til Beggu Beib að horfa á Sörvævör og svona...Rósa kom líka og ég endaði á þvílíku tjatti til miðnættis við hana Beggu mína...alger snillingur sú stelpa...svo í gær kíkti ég á kaffihús með henni Ásu Pjásu sem var með mér í grunnskóla og FB og við enduðum líka á tjatti til eitthvað miðnættis...og svo kem ég alltaf heim og verð að lesa smá í Grafarþögn...þannig að þegar ég vakna klukkan hálf 7 á morgnana þá er ég svona nett þreytt....og svo er tölvunörrakvöld í kvöld í vinnunni...uss...ég bíð ekki í það...en það er samt búnað vera gaman því Begga og Ása eru bæði svona vinkonur mínar sem ég hitti ekkert voðalega oft en maður getur alveg talað um allt við þær...ha ha ha...ég og Ása vorum nú bara að rifja upp gamla tíma úr Fellaskólanum okkar...djöfulsins snilld...hlutirnir sem maður komst upp með...jiddúdda mía...

...eeeen það er dagur 2 í leynivinaleiknum og ég tók hann í dag mar...ég er ánægð með það sem ég gaf í dag...aaaalger snilld...hahahaha...en ég er alveg búnað sjá það að sá sem er að gefa mér þekkir mig ekkert því hann gaf mér bjór í dag...sem er mjög gott...nema hvað að þetta er heineken....EKKI Carlsberg...eeeen maður getur ekki verið of heimtufrekur á þessum síðustu og verstu tímum og því er ég mjög ánægð...því það er alltaf gott að fá gefins bjór...þó það sé Hæní...

...ooooog í dag er næst síðasti vinnudagurinn fyrir Köben!!! Íha!! Ég verð að reyna að sofa eitthvað þessa síðustu daga...annars bara dey ég...vúúússsj...
Stay black

Engin ummæli: