12.5.04

...Og í gærkvöldi...

...fór ég á Van Helsing...

...Og hvað þarf mynd meira en góðan leik, skemmtilegan söguþráð og magnaðar tæknibrellur? Kannski aðeins minni kaldhæðni af minni hálfu...vitsmunalegar og venjulegar samræður og einhverja persónusköpun...

...allan tímann sem ég sat vakandi yfir þessari mynd var eins og lítill dvergur væri inn í mér öskrandi og bölvandi af hverju ég sæti þarna ennþá...og þegar hann var þagnaður þá byrjaði ég bara að hugsa um hvernig í ósköpunum ég gæti skrifað þetta blogg til að láta það klárlega í ljós að þessi mynd væri alger skelfing...eiginlega bara slæm...eiginlega bara mjög slæm...

...og var ég búin að minnast á að hún var svona 45 mínútum of löng?! Það er kannski ástæðan fyrir því að ég svaf mestan seinni helminginn þar sem myndin datt verulega niður eftir hlé...hún var nú svona ágætlega spennandi fyrir hlé og það komu nokkur bregðuatriði og svona...og yndislegi rúmanski hreimurinn spillti nú alls ekki fyrir...

...en auðvitað tekur maður svona myndum eins og þær eru eins og ektamaðurinn benti á og ber þær ekki saman við myndir eins og Kill Bill...eeeen við komumst líka að þeirri niðurstöðu að þessi mynd væri eiginlega ekki nógu slæm til að vera góð...þó ég hafi skellt uppúr nokkrum sinnum af þessum fáránlegu samræðum og tilsvörum og hve slæmar persónurnar væru í raun og veru...

...oooog hverjum datt eiginlega í hug að blanda Frankenstein, Dracula og Dr. Jekyll og Ms. Hyde í sömu myndina?! Ég hélt bara að þetta væri eitthvað grín í byrjun...læt þar við sitja...

...en setning myndarinnar er eflaust: „I´ve never seen the sea...I bet it´s beautiful"....*ÆL*
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: