13.5.04

...Og í gærkvöldi...

...leið mér alveg eins og á Van Helsing þegar ég horfði á forkeppni Eurovision í sjónvarpinu...hummm...jú...ég hugsaði allan tímann hvernig ég geti komið orðum að þessari keppni til að fyllilega koma fólki í skilning um hvað hún var slæm...

...ég held ég geti það ekki...á tímabili var þetta slæmt...ekki nógu slæmt til að vera gott...eeen þegar Eistar stigu á svið þá varð þetta sko fyllilega nógu slæmt til að verða alveg rosalega gott...5 stelpur klæddar eins og hellisbúar og svo brjálaður trommari..vel yfir 100 kílóin...sem notaði sko allan líkamann til að tromma...og slædaði sér svo fram á sviðið í endann með miklum tilþrifum...eða eins og Gísli Marteinn orðaði það svo pent: hlunkaði sér fram á sviðið...

...og þá er kannski vert að minnast aðeins á Gísla Martein...hver í ósköpunum hefur látið greyið manninn lifa í þeirri sjálfsblekkingu að hann sé fyndinn...hann allavega reytti af sér aulabrandarana í gær og ég bara hálfvorkenndi honum ef eitthvað er...ég vil bara Pál Óskar sem kynni...það er sko alvörukarlmaður...

...eeen það gætti ýmissa grasa í keppninni í gær...hálfíslenskur-latino-Dani sem er eitthvað mjög spes...finnskur hommi í hvítum gallabuxum og síðast en ekki síst Grikkinn í magabolnum...úfff...það er nú alveg sérkapítuli út af fyrir sig...en auðvitað komst hann áfram...því hann er svo voðalega sætur...ójá ójá...en talandi um að gaurinn var í v-hálsmáls bol niðrá brjóstvöðva og svo í magabol og sláandi á rassinn á gellum í gullbikiníi...ég er greinilega orðin svona gömul en þetta fannst mér ekki alveg við hæfi...

...eeen auðvitað komust allar Austur-Evrópuþjóðirnar áfram því þessi keppni er og verður alltaf svo pólítísk að það hálfa væri meira en nóg...held að Balkanskagi ætti bara að halda sína eigin keppni...en kannski er það nú ekki vænlegt miðað við ástandið...fólki getur nú orðið svo mikið niður fyrir í svona keppnum að ástandið myndi kannski bara versna...hver veit...worth a go allavega...

...eeen ég er ekki sátt við þessa forkeppni...hún svona tekur smá spenning frá alvörukeppninni á laugardaginn...en það verður að hafa það...

...og svona eitt í lokinn fyrir Íris :"Shake shake shake shake shake it no more..."
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: