30.10.03

...Og „helgin" byrjar nú bara með flashbacki...

...í gamla tíma sveimérþá...

...kíkti með Siggu Völu V at hotmail punktur com og LL Cool J at skýrr punktur is á gamla vinnupöbbinn Jensen (eða Wall Street eins og sumir kjósa að kalla hann)...það var mögnuð stemming...þokkalega þung og sveitt og bara ekki alveg sami fílíngur þegar maður er byrjaður að vinna annars staðar og svona...

...og þó að maður hafi nú ekki hitt neina skýrrara eða neitt þannig þá saknaði ég samt stundana okkar þrenningarinnar á hverfispöbbnum hérna í denn...það var alltaf að gaman að skella sér eftir vinnu í einn kaldan og spjalla um daginn og veginn og náttlega mest vinnuna...og fá sér svo kannski annan...og hjóla svo heim...tja eða mæta í hina vinnuna...

...kannski er það bara gott að maður hætti meðan maður hafði ennþá ferskt andlit og svona...maður vill nú ekkert verða neitt sjúskaður af drykkju...maður vill halda úthaldinu í lagi og hárinu fínu...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: