29.10.03

...Og ég var ekki alveg nógu sátt í dag...

...þegar grunur minn var staðfestur í sambandi við inntöku í leiklistardeild Listaháskóla Íslands...

...það er bara ekkert tekið inn á þessu ári eins og ég vissi reyndar...eeeen ég ákvað að senda þeim bréf og spyrja af hverju...þá kemur í ljós að stjórnvöld borga eina milljón með hverjum nemenda sem er tekinn inn í skólann eeeen þeir vildu ekki gera það fyrir næsta ár...svo er húsnæðið svo lélegt að það virðist ekki rýma fleiri nemendur með góðu móti...

...djöfulsins helvítis rugl er þetta! Þetta væri kannski í lagi ef fleiri skólar væru til á landinu sem maður gæti fengið leiklistarmenntun á háskólastigi í en svo er nú aldeilis ekki og virðist maður þurfa að flýja land til að láta drauma sína rætast! Er ástandið í þjóðfélaginu orðið svona hart? Ég tala nú bara fyrir mig en ég á ekki beint pening til að eyða 2 milljónum í skóla á ári næstu 4 árin þegar ég ætti að geta það hér heima fyrir 120 þúsund per annum...og ég tala nú ekki um þá fjölmörgu sem hafa ekki annað tungumál á sínu valdi og geta hreinlega ekki lagt í það að ferðast erlendis í nám sem er ekki á þeirra móðumáli...

...mér finnst þetta til háborinnar skammar og ég skora á íslensk stjórnvold og Tómas Inga Olrich þá fremstan í flokki að gera eitthvað í málunum áður en Ísland glatast í menningarsnauðan og dimman pitt! Og hana nú!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: