16.12.03

...Og nú er verið að reyna að mana mig upp í...

...að bjóða strák út á deit...ooo...ég þoli ekki þegar ég er mönuð upp í eitthvað...því ég læt aldrei skora á mig án þess að ég gangist við því...Sigga Vala V ætti nú að vita það best...

...en málið er bara að ég held að ég sé orðin afhuga karlmönnum...svona án gríns...það eru nokkrir svona vænlegir piltar sem eru bráðmyndarlegir...en það er samt enginn sem fangar mig alveg 100%...sem þarf náttúrulega að vera ef maður ætlar að leggja allt í sölurnar og actually setja hjarta sitt á skerbrettið og leyfa einhverjum að hafa sjéns á að skera það í tætlur og sprengja allar slag- og bláæðar...

...ég skil þetta barasta ekki...ég er farin að halda að ég sé búin að vera single aaaaalltof lengi...mér finnst þetta samt ágætt...fínt að langa ekki í mann...þá verður maður ekki einmana...þannig að ég er kannski bara í góðum málum...

...fólk ætti þá ekkert að vera að skora á mig þegar ég er í svona góðum fílíng...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: