18.12.03

...Og í gær fór ég á...

...fjölmiðlarennsli á jólaleikriti Borgarleikhússins...Sporvagninum Girnd...ó já ó já...

...verð ég að mæla með þessu leikriti þar sem öll uppsetningin er gjörsamlega klikkuð...

...fyrsta sem maður rekur augun í er maður kemur inn á Litla Sviðið er hinn undursamlega sviðsmynd sem á sér ekkert líkt...ekkert smá flott...svona skipulögð kaos...svo er náttúrulega leikritið eftir Tennessee Williams svo klikkað að þetta getur varla klikkað en Stefán Jónsson fer alveg á kostum í leikstjórn á þessu tilfinningaþrungna verki...

...ég fékk bara sting í hjartað oftar en einu sinni á meðan á sýningunni stóð og lá við að ég missti mig úr spenning á tímum...

...ég var alveg grútsyfjuð en samt liðu þessir 2 tímar eins og 10 mínútur, svo vel heppnað var uppsetningin...

...ætla pottþétt á þetta aftur þar sem myndast ekki mikil stemming á þessu rennsli því það voru bara nokkrir ljósmyndarar, gagnrýnendur og svo við 5 í leiklist og Hlín Agnars að horfa...

...mæli með þessu krakkar...gerið eitthvað sniðugt um jólin...farið í leikhús svona þegar þið eruð búin að troða í ykkur öllum Machintosh molunum í skálinni - meira að segja þessum vondu með jarðaberja - og appelsínukreminu inní...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: