...Og maður var hálfneyddur í dag...
...fram úr heita rúminu sínu uppí Heiðmörk...í nístingskulda...í leit að jólasveinum...þurfti meira að segja að cancela squash-tímanum mínum við Atla og Magga...sem mér fannst nú frekar miður þar sem er alltaf gaman að spila við þá félaga...
...eeeen allavega...þá fór ég með múttu og fatta í jólasveinaleit hjá þeim skýrrörum...ég var plötuð undir þeim forsendum að krökkum systur minnar fyndist ég svo æðisleg og meiriháttar og því væri ég ómissandi í fagnaðinn...og ég er ekki frá því að það hafi verið rétt hjá þeim...
...ég er ekki frá því að ég hafi samt fengið vægt frostbit á tásurnar mínar...ég allavega fann ekkert fyrir þeim allan tímann sem ég stóð í Heiðmörkinni að reyna að þagga niður í litla, sæta voffanum mínum sem var ekki alveg nógu sáttur við margmennið...enda vanur því að eiga heiminn allan þegar litlir krakkar eru annars vegar..nú bara stálu jólasveinarnir sviðsljósinu...myndi kalla þá öllum illum nöfnum en það vill maður nú ekki gera rétt fyrir jól...
...eftir skemmtunina var svo brunað í bæinn...hefði nú verið sniðugt að fríska sig upp og labba í Yrsufellið...en ég lét það vera þar sem dofinn í tásunum var búnað breytast í djöfullegan sting...
...ég klæddi mig svo upp þegar heim var komið...hitaði mig aðeins undir sæng og skrapp svo til litla sæta Ormsins míns sem skrifaði fyrir mig diska þessi elska...langt síðan ég hef farið í heimsókn til hans samt þar sem maður kemst varla inn í herbergið hans fyrir drasli...urrr...ég er búnað bjóðast til að hjálpa honum einhvern daginn að taka til því ég er svo meiriháttar...vonandi þiggur hann það boð...annars fer það sem er að vaxa undir rúminu hans að taka yfir herbergið...
...eeen hann Ormur skrifaði fyrir mig nýja Outkast diskinn...úúújeeee beibí...alright, alright, alright, alright...þeir verða náttlega meira cool með hverju árinu...svo húmoraði hann mig aðeins og skrifaði fyrir mig svona mixed CD með svona jóla-popplögum...that´s right...ég er með svona secret fettish fyrir jóla-popplögum...I luuuuuv it...þá sérstaklega Nú á ég jólin með þér og besta af öllu: Ef ég nenni með Helga Björs....ooooo...jáááá...
...eftir skrif mikil fór ég svo yfir til Earlie systu í ammæli til hans Palla og þar át ég eins og fyrir 3 manneskjur...ég var bara eins og mennsk hakkavél sveimérþá...og svo var maður bara nettur töffari eins og alltaf...þakkaði fyrir sig, kvaddi boðið og fór inní herbergi að leggja sig...og steinrotaðist og svaf af mér ammælið..sem var nú frekar leiðinlegt þar sem litlu snillingarnir hans Palla eru nú þekktir fyrir góða og sniðuga brandara...
...svo er maður kominn heim í heiðarbólið...ojájá...stefnan er tekin á sængina í kvöld...újeeee...reyndar ætlaði ég að skrifa á jólakort en get það ekki þar sem ég er enn að bíða eftir að fá heimilisföngin send á tölvupósti....sumt fólk virðist ekki skoða póstinn sinn nema svona 1-2 á ári þannig að ætli ég sendi ekki jólakortin út bara milli jóla og nýárs...sem er synd því þau eru svo flott...homemade og allt saman...
...annars hlakka ég til að takast á við vikuna...hún lofar góðu...
...„Gimsteina og perlur...gullsveif um enni...sendi ég heeeeenni...ástinni minni..."
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli