24.6.03

...Og jááá...

...í þessum skrifum skiptast á skin og skúrir...ég byrja á skini...svo kemur góður skúr og svo kemur skúr sem var samt brjálað skin...ef þetta meikar engan sens þá endilega lesið áfram þar sem útskýringar fylgja hér á eftir...en ef ykkur finnst ég vera leiðinleg þá endilega ýtið bara strax á delete...

...Á sunnudaginn ætluðum við Ash að kíkja í söfnin en þau voru öll lokuð þegar við komum þangað um 3 leytið...hefðum ekki átt að sofa svona lengi fussumsvei...eeeen í staðinn röltum við í subway-ið því ég hafði aldrei tekið subway og tókum nokkrar subway...það var voða stuð...síðan röltum við í flottasta garð sem ég hef séð sem heitir El parque de buen retiro...alger snilld...þar var nóg að gera enda sunnudagur og við urðum smá túristar og leigðum okkur bát og vorum úti á honum í klukkutíma eða svo...svo röltum við um og það var fullt af spákonum, sölumönnum og tónlistarmönnum að gera góða hluti...slöppuðum svo aðeins af á bekk nokkrum og röltum svo áleiðis á hótelið þar sem við lögðum okkur aðeins og kíktum svo út að borða...vorum komin tiltölulega snemma heim en fórum seint að sofa því við gátum ekki haldið kjafti...

...Og á mánudaginn var komið að dökka blettinum á minni dvöl hér á Spáni...ég þurfti að vakna tæplega sex um morguninn og Ash fylgdi mér útí leigubíl...allt gott með það nema ég lenti á ógeðslegum leigubílstjóra dauðans sem alltaf þegar við stoppuðum mældi mig út og sagði mér hvað ég væri súper falleg og falleg og æðisleg og bla bla bla...og spurði mig hvort ég ætti kærasta í Granada og ég ætti nú að eiga einn þar til að skemmta mér á næturnar og þetta var allt svona...nett ógeðslegur fimmtugur kaddl þannig að ég ákvað að hringja í Ash því mér var ekki alveg sama...en þá fattaði ég að ég hafði gleymt símanum mínum hjá honum þannig að ég þurfti að snúa við...þá bauðst leigubílaógeðið að bíða eftir mér og ekki setja mælirinn í gang en ég sagði honum bara vinsamlegast að fara...þá varð hann bara reiður og öskraði á mig að fara úr bílnum...og auðvitað gerði ég það...síðan flýtti ég mér á hótelið og mætti Frakka sem reyndi að tala við mig en ég ignoraði hann bara...þá byrjaði hann að öskra eitthvað á eftir mér þannig að ég reyndi að hlaupa með töskuna mína á hótelið...komst loksins þangað og hringdi bjöllunni en ekkert svar...þannig að ég þurfti að hringja á hótelið á hæðinni fyrir neðan og þar tók við mér annar pirraður nánungi sem öskraði og öskraði á mig fyrir að hringja ekki á rétt hótel en hleypti mér samt inn..loksins náði ég þá á Ash og hann með símann minn og hann fylgdi mér á stöðina og beið með mér eftir rútunni því ég var gráti næst...svaf svo úr mér alla hræðslu á leiðinni til Granada og var komin þangað um hálf eitt...hálf tvö fór ég síðan í skólann og það var voða stuð...

..Og nú er komið að mestu snilld sem ég hef nokkurn tímann upplifað! Ég, Bettie og Michel tókum rútu í gær til lítils bæs rétt hjá Granada sem heitir Lanjarón því í gærnótt var nótt San Juan og vatnsstríð í Lanjarón...og það var sko vatnsstríð...við reyndar komum til Lanjarón um sex leytið en stríðið byrjaði á miðnætti...en við bara chilluðum þar...svo byrjuðu herlegheitin og deeeem...ég hef aldrei upplifað annað eins...þúsundir manna á götunum með fötur, flöskur, vatnsbyssur og brunaslöngur og það var sko ekki eitt hár á mér sem var þurrt...þetta stóð í klukkutíma og það var vatn alls staðar frá sem skall á manni og svo dansaði maður og söng með Spánverjunum eins og maður átti lífið að leysa og hvaðeina! Jeddúdda mía...ég er enn að jafna mig sveimérþá...svo þegar allt var búið náðum við að húkka far til Granada og beint uppí rúm að hlýja sér...eeen ég get bara ekki lýst gærnóttinni með orðum...þetta er svona atburður sem ekki er hægt að taka mynd af né lýsa með orðum...you had to be there! Besta var samt þegar einhver gaur tók mig í svona snjóþotu og dró mig í gegnum þúsund fötur og slöngur og endaði ég svo í polli einhvers staðar í andskotanum ehehe...alger snilld og klikkuð stemming og allt það!!!!

En núna í dag er maður bara búnað fara í skólann og þurfti ég náttlega að segja öllum bekknum frá...Bettie er að leggja sig fyrir kvöldið því við verðum eiginlega að taka Hannigans á þetta því ég er ekkert búnað fara í laaangan tíma...alveg síðan síðasta fimmtudag...hneisa!

Hafið það gott og haldið áfram að brosa...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: