...Og í morgun...
...fór ég í inntökupróf á Hótel Sögu í leiklistarskóla í Kent á Bretlandi...o já já...
...var nú ekki mikið búin að æfa mig...tók smá syrpu í gær því ég náði loksins smá tíma með leiklistarleiðbeinandanum mínum honum Darren...
...heeeld svona að minn litli undirbúningur hafi alveg skinið í gegn þar sem ég held að ég komist ekki inn...sem er svo allt í lagi...var nú bara svona að prófa fyrst að þessi skóli var að halda inntökupróf hér...hafði engu að tapa og allt að vinna...held að það sem ég hafi unnið hafi verið smá reynsla...annað ekki ehehe...sem er svo sem alveg nóg...
...eeen nú er frumraun minni í áheyrnarprófum lokið og því getur maður einungis horft fram á veginn og haldið ótrauður áfram á næsta ári...þetta var skemmtilegt...lærdómsríkt og aftur skemmtilegt...
...og svona við nánari athugun hefði ég kannski átt að eyða kvöldinu fyrir prófið í eitthvað annað en að horfa á Terminator 3...sem kennir manni nú kannski ekki beint mikið um góða leiklist...en ég er skrýtin...mér fannst hún skemmtileg...ég gef henni alveg 3 stjörnur af 4 mögulegum...þetta er bara eins og með Eurovision lög...þau eru mjög slæm ef maður ber þau saman við alvörutónlist...en auðvitað getur maður ekki gert það...maður hlustar á þau með það til hliðsjónar að þetta eru Eurovision lög...ekki Bítlarnir, N.E.R.D., Cure eða Nick Cave...og hlustun með slíku hugarfari sýnir manni oftast að þessi lög eru barasta ágæt út af fyrir sig...alveg eins og T3 var góð út af fyrir sig...engin Kill Bill en skemmtanagildið alveg á við James Bond...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli