...Og í leti minni í gærkveldi...
...smellti ég mér inn á Sýn og horfði á endursýndan leik í NBA undanúrslitakeppninni...Houston vs. Los Angeles...
...ég var mikill aðdáandi NBA þegar ég var svona 12-14 ára...uppáhaldsliðið mitt var (og er náttúrulega) New York Knicks (því ég er svo mikill celeb) og ég safnaði körfuboltamyndum með Ásu vinkonu minni eins og mér væri borgað fyrir það...og er ég horfði á leikinn í gær rifjaði ég upp gömlu idolin...Mookie Blaylook, Michael Jordan, BJ Armstrong, Scottie Pippen og sjálfan Patrick Ewing...
...og er ég rifjaði upp æskuidolin sá ég andlit koma fyrir á skjánum sem ég kannaðist aðeins of vel við miðað við að hafa ekki horft á NBA í næstum því 10 ár...það var meistarinn Karl Malone...sem sást þar að leik með LA Lakers...en eins og menn muna eftir var hann nú í Utah Jazz þegar hann var upp á sitt besta...eða það hélt ég og blótaði honum í sand og ösku fyrir að hafa ekki hætt á toppnum...en viti menn...kaddlinn kunni sko aldeilid listina að drippla bolta ennþá og var nú barasta maður leiksins fyrir þá helvítis Lakers menn sem unnu leikinn í framlengingu...
...Lengi lifir í gömlu glæðum! Lifi NBA! Lifi Karl Malone!
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli