26.4.04

...Og yndið mitt...

...hann Jón Ásgeir bauð mér nú barasta út að borða á föstudagskvöldið á ekki verri stað en Rossopomodoro...en þar sem hann var upptekinn í viðskiptajöfraveislu í Monakó þá leyfði hann mér að bjóða nokkrum vinkonum mínum með þannig að ég bauð stelpunum í smáauglýsingunum auðvitað með...Nonni lét mig bara fá óútfyllta ávísun og við borðuðum og drukkum eins og við ættum lífið að leysa...

...Á Rosso var margt um manninn og þegar líða fór á kvöldið kom vinafólk mitt Árni Elliot og Chloe og slógust í hópinn...en voru eitthvað hálfstúrin og ekkert voðalega hress þannig að við stelpurnar stungum þau af og fyrsti viðkomustaður var Hverfisbarinn þar sem Bjarki Sigurðsson, handboltakappi með meiru og barnsfaðir minn var í góðu stuði...ég náði nú reyndar ekkert að spjalla við hann heldur kyssti hann bara nett á kinnina og fór svo niður á dansgólfið þar sem matnum var brennt...

...eftir Hverfis var svo haldið á Ölstofuna á smá reunion þar sem við félagarnir úr Tónlistarskóla Reykjavíkur vorum búin að mæla okkur mót...þar voru margir góðir menn samankomnir eins og Egill Ólafs og Helgi Björs...en þeir voru eitthvað þreyttir þannig að ég hékk bara mest með Rúnari Frey og Ólafi Darra, en við vorum einmitt saman í uppsetningu á Línu Langsokk í Úkraínu árið '85...

...eeen maður endist nú ekki lengi þar sem Teitur Þorkels tók mann á svo langt heimspekilegtsamtal þannig að ég flýtti mér nú bara fljótt heim í bólið til ektamannsins og steinsofnaði og vaknaði svo í gómsætan mat í fermingarveislunni hjá Sindra Eldon...

...góð helgi...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: