28.11.03

...Og ég barasta gleymdi...

...að skrifa skýrslu og segja frá tónleikunum sem ég fór á um daginn...

...þið verðið að afsaka en ég ber fyrir mig þessari klassísku afsökunarsetningu..."ég hef bara svo mikið að gera..."

...en já...tónleikarnir með Heru voru snilld...reyndar fannst mér nú mesta snilldin við þessa tónleika ekki Hera sjálf heldur upphitunarsveitin Súkkat og meðspilarar Heru, þeir Megas og KK...það fer bara um mig sæluhrollur þegar ég hlusta á KK spila...úúúú...hann hefur þennan grófa kynþokka sem ég leita að...*sleeeev*...

...eeeennníveis...tónleikarnir voru yndislegir enda er varla hægt að finnast annað um Heru þar sem hún er svo barnalega, saklaus og sæt...ojájá..músí músí...

...eeen það sem spillti soldið stemmingunni voru sjóararnir þarna á hægri kantinum í salinn...með brennivín í vatn í annarri og grásleppu og harðfisk í hinni...usss...þvílíkur lýður...og ekki batnaði það þegar hún Hera blessuninn ákvað að taka vel valin lög með Bubba...þá ræsktu sjóararnir sig...skyrptu harðfiskinum út...brutu glasið á enninu á sér og byrjuðu hástöfum..."OG ÉG GEEEET EKKI...OG ÉG GEEEEEEEEEEEEETTTT EEEKKI...." *brennivínsdauði* *læti* og *almenn óhamingja viðstaddra*...en hún Hera lét þetta ekki á sig fá og á endanum var lýðurinn farinn að róast...fyrir utan þegar blessunin var klöppuð upp og kom aftur upp á svið þá heyrðist í einum vakna til lífsins og stynja með loðnuna í augunum: "Hún er algjööört gúddl þessi delpppa!" *haus oní klósett* *æl*

...allt í allt góðir tónleikar og vonandi fer maður að sjá meira af snillingunum í Súkkat sem einmitt tóku lag sem samið er um okkur Siggu Völu V at hotmail punktur com..."Sódavatnssystur"....tælingaraðferð nútímans...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: