28.11.03

...Og ég er búin að finna draumaprinsinn minn...

...og jájá...það hlaut að koma að því...ég hef fundið hann...ekki bara búin að púsla honum saman í einhverju tölvuforriti á netinu heldur hef ég fundið hann...hann er til...og hann er lifandi..og það sem skiptir mestu máli...hann er á lausu!

...en þar sem ég er alger kjáni í samskiptum mínum við hitt kynið þá legg ég ekki hjarta mitt í sölurnar og ætla frekar að einbeita mér að frama mínum...ha ha ha ha...frama smama...neinei...ég er bara búnað horfa alltof mikið á Opruh held ég...ég ætla að play it cool og ef hann uppgötvar ekki hvað ég er sæt, meiriháttar, frábær, kynþokkafull, fyndin, brosmild, gáfuð, getnaðarleg, falleg og mikill húmoristi þá má hann bara eiga sig eins og allir aðrir kaddlar...og hana nú!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: