...Og ég var í leiklist á laugardaginn...
...sem er svo sem ekki frá sögu færandi...mér gekk vel og allt það sem er alltaf plús...eeen gellan fór að tala um að fylgjast með fólki og að það væri mjög mikilvægt að gera ef manni langaði að verða góður leikari...
...allavega...þá fór hún að tala um messur hjá Krossinum og Hvítasunnusöfnuðinum til dæmis...og ég er ekki frá því að ég skelli mér þangað...örugglega ein þar sem ég efast um að neinn vilji koma með mér...en endilega ef þið hafið áhuga þá hafið þið bara samband ;)
...eeen það er soldið magnað að vera á svona námskeiði...þá svona með svona mikilli alvöru í...því við erum jú meirihlutinn þarna því okkur langar að læra leiklist...og þó ég sé alveg harðákveðin í því að þetta sé það sem mig langi til að læra þá er samt soldið erfitt í sumum tímunum þegar maður gerir sér grein fyrir því hvað það er mikið sem maður hefur aldrei lært og er ekkert voðalega góður í...þá verður maður soldið down og svona...og byrjar að efast um að maður geti þetta...og hugsa svo sem að maður geti alveg eins bara farið að vinna á kassa í Bónus..það er svo sem ekkert verra en hvað annað...
...eeeen svo birtir til...og fuglarnir fara að syngja...ég labba niðrá strönd (og með strönd meina ég Nauthólsvík...ok ok ...strönd slash fjara)...heyri börnin hlæja og veit að ég á eftir að fljúga hátt...hátt hátt uppí skýin þar sem enginn getur angrað mig...og ég og Jói Fel sitjum á hamingjuskýi og rennum saman út í elífðina...
...nákvæmlega svona ömurlegur húmor sem bjargar manni frá því að verða geðveikur í þessum efaköstum...man nokkur hvað ég byrjaði að tala um? Hélt ekki...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli