...Og þá er árið 2004...
...gengið í garð...ó já ó já...
...er ekki frá því að besta ári í lífi mínu hafi verið að ljúka...aldrei mikið fyrir að gera topplista...eeeen ég geri kannski þá bara smá upptalningu í staðinn...
...árið 2003 kynntist ég einum mesta snillingi í heimi sem er bestasta vinkona mín í dag...
...árið 2003 drakk ég meira en góðu hófi gegnir og endurspegla margar mínar aðgerðir á árinu þá óhófsdrykkju...
...árið 2003 fór ég til Spánar að læra spænsku...það sem upprunalega átti að vera 1-1 og hálfs mánaðar sumarfrí varð að 4 yndislegum mánuðum þar sem ég kynntist mörgum lífstíðarvinum og lærði að meta lífið miklu meira...(jájá...maður má vera væminn)
...árið 2003 hætti ég loksins í vinnunni sem ég næstum því ældi yfir á hverjum degi...
...árið 2003 byrjaði ég í frábærri vinnu með frábæru fólki...
...árið 2003 fann ég draumaprinsinn minn holdi klæddan - því miður ekki búin að ná í hann ennþá...
...árið 2003 átti ég bestu jól sem ég hef nokkurn tímann átt síðan mamma og pabbi gáfu mér dúkku og bollastell í jólagjöf...
...árið 2003 átti ég besta Gamlárskvöld ever...
...og síðast en ekki síst...
...árið 2003 skildi ég við litla, sæta Bangsímon...já...ég gaf bílinn minn frá mér...
Gleðilegt nýtt ár allir saman og megi gæfan fylgja ykkur á þessu ári...og vonandi hjálpiði mér og öllum í kringum ykkur að gera þetta ár ástríkara og gæfulegra en það síðasta...oooo hvað er gaman þegar maður hefur afsökun fyrir að verða væminn...koss og knús...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli