29.12.03

...Og þá eru jólin búin...

...og maður er mættur aftur til vinnu...og maður fór meira að segja í ræktina í morgun...djöfulsins píning var það...jiiiidúddamía...hljóp þetta vanalega 5,5 km og var alveg gjörsamlega búin á því...en það er gott að hafa pínt sig svo að jólaspikið fjúki nú aðeins fyrir áramótin...

...oooog ég var svoooo sátt við jólin...gerði ekki rassgat nema borða og horfa á sjónvarpið og glíma við púsl dauðans sem hann Nurse Óli gaf mér...þó að þetta sé erfiðara en allt þá er þetta líklegast flottasta gjöfin mín (no offence to everyone) en hann gaf mér svona Kylie Minouge púsl þar sem hún er í Can´t get you out of my head - dressinu...úje beibí...geggjað cool...

...nenni samt ekkert að telja upp þessar jólagjafir þó þær hafi verið frábærar...bara vert að nefna eina...og það er náttlega gjöfin frá leynivininum...en ég opnaði pakkann frá honum síðast á aðfangadag og viti minn...einmitt það sem mig langaði í...voða flottur silfurhringur...újeee...eeeen vinurinn er ekki ennþá búinn að gefa sig fram en ég vona svo sannarlega að hann geri það svo ég geti kannski þakkað fyrir mig...

...eeen það eru allir svo hissa að ég skuli bera hringinn...ég skil ekki af hverju...það er ekki eins og ég sé að fara að gifta mig eða eitthvað...djísus...flottur hringur og ég ætla mér að bera hann því ég var einmitt að hugsa að ég þyrfti að fara að kaupa mér hringa á litlu, sætu, feitu fingurnar á mér...

...annars var tekið þétt djamm núna föstudag og laugardag og ég er ekki frá því að maður sé enn soldið þunnur...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: