30.12.03

...Og núna nálgast það kvöld...

...sem ég hata hvað mest á árinu...ójá...Gamlárskvöld kemur enn einu sinni...

...margir tala um að jólin séu einmitt einmanalegasta hátíð ársins...og stundum er ég sammála því og stundum ekki...þessi jól hafa verið frábær...og ég fann ekki fyrir einmanaleika...og þar get ég kannski þakkað góðum vinnufélögum (hóst hóst) og rómantískum leynivin...

...eeeen þó mér finnist jólin æðislegur tími þá kemst ég bara ekki hjá því að finnast Gamlárskvöld ömurlegt í einu orði sagt...

...ekki nóg með að maður neyðist til að skoða árið í heild sinni í endalausum fréttaannálum og minnast þess sem liðið er...heldur fer maður líka að hugsa um árið hvað varðar manns einkamál og það getur valdið bömmer dauðans...sem er aldrei gaman...því eftir allt þá vill maður nú bara detta í það og djamma fram á morgun...sem ég hef nú sjaldan gert á Gamlárskvöld því ég dett alltaf í eitthvað helvítis Gamlárs-þunglyndi...

...og ekki nóg með það heldur er búist við að maður djammi og djúsi og skemmti sér vel og var ég næstum útskúfuð úr vinahópnum á síðasta ári þegar ég var næstum því...nota bene næstum því hætt við að mæta í partí...hvað er það? Af hverju má ég ekki horfa á þetta blessaða skaup...horfa fólk skjóta upp milljónum króna...kyssa mamma og pabba gleðilegt nýtt ár og fara í háttinn...eða úða í mig nammi og vitleysu og horfa á Notting Hill og Four Weddings and a Funeral?!

...og svo þessi blessuðu áramótaheit!! Ó common...ég er hætt að nenna að setja þau...nema það að reyna að verða hamingjusamari á næsta ári en því sem er að líða...sem ég efast um að sé hægt því ég er mjög hamingjusöm...

...en þrátt fyrir að ég sé hamingjusöm þá get ég ekki að því gert að mig langar í einhvern þegar klukkan slær tólf á miðnætti og allir hafa einhvern til að kyssa...nema ég...

...einu sinni hef ég átt kærasta á Gamlárskvöld...og hann datt svo svakalega í það að hann gat varla kysst mig...meira slefaði á flotta bolinn sem ég var í og drapst í fanginu á mér...ó jibby...kannski hringi ég bara í hann á morgun ef ég verð nógu desperate...

...eeeen...in conclusion þá hata ég Gamlárskvöld...ofmetnasta kvöld ársins by far og ég neita að taka þátt í þessari vitleysu...planið er samt að fara í partí svo maður haldi nú status...og drekka sig nógu fulla af freyðivíni og Kalla að maður geri nú örugglega eitthvað sem maður sjái eftir og geti iðrast allt árið 2004...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: