27.12.06

...Og ég hélt ég væri föst...

...í tímaskekkju í gærkveldi þegar íðilfögur rödd Héðins Halldórssonar fréttamanns í kvöldfréttatímar ríkisútvarpsins sagði mér þær fréttir helstar að Saddam Hussein yrði hengdur innan þrjátíu daga vegna glæpa gegn mannkyninu...

...hengdur!

...það er ótrúlegt að maðurinn hafi verið dreginn til dómstóla í Írak...held það sé nokkuð ljóst að sanngjörn réttarhöld fást ekki í því ríki...og þar sem hann framdi glæpi gegn mannkyninu átti að sjálfsögðu að rétta yfir honum í Haag...það skiptir greinilega máli hvaðan maður kemur þegar kemur að réttlætri málsmeðferð...ekki man ég eftir að menn eins og Slobodan Milosevic hafi verið hengdir...voru hans glæpir eitthvað minni í fyrrum Júgóslavíu?

...maður spyr sig í hvers konar þjóðfélagi við búum í þegar maður heyrir svona fréttir...og það á öðrum degi jóla! Ég skipti mér ekkert að því hvort Saddam Hussein eigi skilið dauðarefsingu eður ei...en að hengja fólk árið 2006 er ótrúlegt uppátæki!

...svo beið við frekari veisla í kvöldfréttum sjónvarps þennan sama dag þegar fólkið á götunni í Írak var spurt álits...að sjálfsögðu voru allir sammála dauðarefsingu yfir Hussein þar sem hann er ekki talinn góður og prúður piltur...en einn viðmælanda lét það út úr sér og hváði refsinguna of milda...hann sagði orðrétt "að ætti að búta Hussein niður fyrir framan fólkið á götunni svo það gæti horft á hann þjást"...really?!

...dauðarefsing er umdeild eins og svo margt annað sem kemur að réttarkerfinu í heiminum öllum...mér finnst allavega fólk þurfa að gera ansi helvíti mikið til að eiga skilið að vera dæmt til dauða...

...en hengdur! really?!
Stay black - Salinto!

23.12.06

...Og ég er algjör...

...sucker fyrir gömlum og cheezy jóla-ástar-lögum....ástæðan fyrir að ég elska þessa hátíð að ég hef afsökun til að blasta þessi asnalegu lög og fíla þau...hér kemur topp tíu yfir uppáhaldsjólalögin mín...

1. Ef ég nenni - Helgi Björnsson
2. All I Want For Christmas Is You - Mariah Carey
3. Þú komst með jólin til mín - Ruth Reginalds og Björgvin Halldórsson
4. Þú og ég - Halla Margrét og Eiríkur Hauksson
5. Handa þér - Einar Ágúst og Gunnar Ólason
6. Snjókorn falla - Laddi
7. Einmana á jólanótt - Brooklyn Fæv
8. Ég hlakka svo til - Svala
9. Amma engill - Borgardætur
10. Gleði og friðarjól - Pálmi Gunnarsson

Stay black - Salinto!

20.12.06

...Og ég vil þakka...

...Megasi fyrir síðustu færslu...iðilmjúk rödd hans og skemmtilegir textar eru það eina sem heldur í mér lífi þessa dagana...

..."Ég vil ekki vera skiptimynt í buddunni þinni"...
Stay black - Salinto!
..Og nú...

...er sá tími árs að ganga í garð sem mér finnst hvað skemmtilegur...jólin...allt við jólin heillar mig...þá ekki síst róin, afslappelsi og góði maturinn...

...en í ár er annað upp á teningnum...mér finnst akkúrat ekkert skemmtilegt...

...ég er ótrúlega neikvæð og leiðinleg þessa dagana...mér finnst lífið mitt ömurlegt og sé ekki fyrir endann á þessum ömurlegheitum...árið 2006 er búið að vera hræðilega erfitt og leiðinlegt og ég hlakka til að byrja á nýju ári...vonandi verður það skárra...

...mig langar svo að verða ástfangin og sakna einhvers um jólin...mig langar að einhver sé líka ástfanginn af mér og sakni mín um jólin og gefi mér svona vá hvað er gaman að vera kærastinn þinn-gjöf og ég elska þig svo mikið-gjöf...það er ekkert gaman að vera ekki skotin í neinum...mér finnst ég bara tóm í hjartanu...

...en maður á víst ekki að kvarta...en ég geri það samt...

...þannig að varist mig þegar þið sjáið mig á götunni og látið sem þið takið ekki eftir mér...ég dreg ykkur örugglega bara niður með mér...

...en já ég er komin heim...jibbý...það er miklu skemmtilegra að vera pirraður, neikvæður, leiðinlegur, ljótur og óþolandi á Íslandi...
Stay black - Salinto!

15.12.06

...Og nu er adeins...

...rumir sjo timar thangad til ad eg stig i lest med godvini minum Morten Johannes og vid holdum a Kastrup...akvad ad skipta um lest og taka adeins fyrr lest til ad fara a sidasta fylleriid med kauda...svo er hann lika bara svo andskoti skemmtilegur...og hann er i bekknum fyrir ofan mig thannig ad hann getur frætt mig um thad sem koma skal...gaman gaman...

...hlakka ekkert sma til ad fara ut a lifid i reykjavik annad kvold og hitta fallega folkid...
Stay black - Salinto!

29.11.06

...Og eins mikið og ég get stundum...

...hatað Dani og Danmörk fyrir að vera asnaleg þá get ég líka verið head over heals ástfangin af landinu...kannski út af því að ég er ekki skotin í neinum karlmanni þessa stundina...gæti verið...

...en ég fór í Sonofon, símafyrirtækið mitt, í gær og ákvað að skipta um áskriftaraðferð þar sem ég sendi óhugnalega mikið af sms-um en hringi ekkert svakalega mikið...heyrðu og viti menn...út af því að ég skipti þá fékk ég nýjan síma á 1 danska krónu...sem sagt tíkaddl...hmmm...gæti það verið betra?!

...mínusinn er að ég hef lítinn sem engan tíma til að leika mér í nýja símanum þar sem núna er bara rúmlega vika í próf og kreisí mikið að gera...3 til 5 tímar af acrobatics með rússneskum stunt gaur á dag og svo leiklist sem tekur hinn helminginn af deginum...þannig að það er dimmt þegar ég fer í skólann og dimmt þegar ég fer heim...og ef svo heppilega vildi til að ég er ekki í skólanum allan liðlangan daginn þá þarf maður að vinna upp á eigin spýtur og ef ég er ekki að gera það þá er ég í ræktinni...get ekki beðið eftir að komast heim í jólafrí...en maður er víst búinn að lofa sig í vinnu á séð og heyrt meiripart frísins...en það er bara gaman...i need the money anyhow...

Stay black - Salinto!

17.11.06

...Og nú var ég að stíga...

...út úr söngprófi...sem gekk svona líka vel...kennarinn valdi fyrir okkur lög sem við erum búin að æfa síðustu fimm vikurnar og nú var komið að því að syngja þau fyrir framan allan skólann...ég fékk að syngja hið geysilega skemmtilega lag When You´re Good To Mama úr söngleiknum Chigaco...hafði aldrei heyrt það áður þannig að það var mjög gaman...var klædd upp eins og hórumamma og vakti slíka lukku meðal áheyranda að maður var næstum klappaður upp...held það hafi þó frekar verið vegna sviðsframkomu en sönghæfileika en það er svo sem ekki slæmt...

...annars sagði kunningi minn mér um daginn að ég liti út eins og Scarlett Johansson í prófíl...held að þetta sé fallegasta hrós sem ég hef fengið í langan tíma...þangað til í gær þegar ég var kölluð Sexual Lilja...það var ekki slæmt heldur...good times...

...hafið það gott...
Stay black - Salinto!

2.11.06

...Og hverjum datt í hug...

...að hafa Justin Timberlake sem kynnir á MTV Europe Music Awards og láta hann tala við Borat og reyna að vera fyndinn? Greyið JT...Borat tók hann allsvakalega...enda Borat engum líkur...en Justin er heitur...hann má eiga það...eða Justins eða Jason eins og Borat kallaði hann...
Stay black - Salinto!

1.11.06

...Og nú er búið...

...að segja mér upp leigunni á Lollandsgötunni...nenni ekki að fara nánar út í þá sálma en segjum bara sem svo að gaurinn sem ég bý með er andlega þroskaheftur...og félagslega bældur hehehe...kæri mig hvort sem er ekki um að búa þarna lengur so it´s for the best...ég, Anne og Katinka ætlum að reyna að finna okkur íbúð saman og vonandi gengur það eftir áramót...ég hef nægan tíma til að finna eitthvað þar sem ég þarf ekki að vera flutt út fyrr en 1. febrúar...

...en andrúmsloftið í húsinu er ekkert sérstaklega gott þannig að ég get ekki beðið eftir að koma heim um jólin og sjá allt fallega fólkið mitt þar...

...mamma og pabbi koma í dag og fara á mánudaginn og svo kemur hún Eva Dögg fallega hingað 18. nóvember þannig að þetta verður fljótt að líða...ég og Katinka förum svo til Amsterdam aðra helgina í desember þannig að ég verð komin heim á klakann fyrr en varir...

...lov jú all...
Stay black - Salinto!

27.10.06

...Og þá er maccinn...

...loksins loksins loksins kominn í hús...þetta er búin að vera ansi erfið fæðing en maccinn var vel þess virði...

...hef lítið annað að segja en að þetta jafnast á við kynlíf...hún er svo falleg þessi tölva að það er ekki einu sinni fyndið!! Og núna verð ég væntanlega mun duglegri að skrifa email...
Stay black - Salinto!

16.10.06

...Og eg bid enn...

...spennt eftir macca...hvad er malid med thessa dani!? Eg sver thad...mætti halda ad eg væri ad panta fikniefni til landsins...thad tæki samt orugglega styttri tima...
Stay black - Salinto!

2.10.06

...Og eg pantadi...

...mer macbook a laugardaginn...ooo...fæ hana eftir rumlega viku og get ekki bedid...get tha loksins farid ad skrifa a islensku...jeyj...rembdist vid ad klara eitt vidtal a utlensku lyklabordi a fostudaginn og thad var hreint helviti...tok forever!! Og eg tharf ad gera annad eins i thessari viku...uff...reynir a tholinmædina...but it's money...thad er thad sem skiptir mali...

...annars flutti Katinka inn til min i gær thar sem hun er heimilislaus akkurat nuna...ætla ad drifa mig heim til hennar...vid erum strax ordnar eins og gomul hjon...lovely...
Stay black - Salinto!

30.9.06

...Og nuna sit eg...

...a bokasafninu i tolvunni...drepandi timann thangad til eg hitti Jarle og vid forum i tolvukaupaleidangur...uuu...hlakka svo til ad kaupa mer mac...liggur vid ad eg harmi ekki tolvustuldina ut af thvi ad eg get keypt mer mac...

...skil ekki alveg thetta bokasafn herna...sama hvad eg reyni tha finn eg aldrei klosettid her...mikid twilight zone i gangi...

...annars er sama gamla ad fretta af mer...brjalad ad gera og voda stud...

...hef akkurat ekkert ad segja...
Stay black - Salinto!

23.9.06

...Og...

...thad er ekki beint bloggad mikid a thessum bænum...jamm....thar sem tolvunni minni var stolid sidustu helgi...brotist inn hja mer og simanum og tolvunni stolid...svona er lifid vist...mikid karma sem eg er ad fa...man bara ekki hvad eg gerdi til ad eiga thetta skilid...en eg tek thessu med stoiskri ro og læt thetta ekki a mig fa...bara leidinlegt ad missa alla tonlistina sem var tharna inna...3000 log...en eg downloada henni bara aftur...god afsokun lika til ad kaupa ser macca...madur slær um sig fatækur namsmadurinn...

...annars for eg i dagsferd til Køben i gær ad taka nokkur vidtol og thad var mjog fint...

...hitinn er ad drepa mig...svitna eins og svin alla daga allan daginn...otholandi...thetta er astædan fyrir ad eg gat ekki buid a Spani...helt nu ad Danmork væri adeins skarri...

...jæja...nuna fer eg i skolann...a laugardegi...og svo verdur dottid hrikalega i thad i kvold og fotbolti spiladur snemma a morgun...frabær helgi i alla stadi i uppsiglingu...
Stay black - Salinto!

11.9.06

...Og...

...nú er stund milli stríða...

...bíð sveitt eftir að fara í söngtíma..á að syngja eitthvað lag úr Chicago sem ég hef aldrei heyrt áður..sjáum til hvernig það gengur...

...annars átti ég afmæli á laugardaginn og þakka öllum innilega fyrir hlýhug í minn garð...ég elska ykkur öll..
Stay black - Salinto!

7.9.06

...Og núna er klukkan...

...7.17 hér í Árósum og ég að fara í skólann eftir nokkrar mínútur...verð þar þangað til ég skelli mér á tónleika með Antony and the Johnsons sem verður væntanlega unaði líkast...ef það verður ekki unaður...

...og af hverju er ég í tölvunni? jú...vegna þess að internetið virkar heima núna...hefur verið eitthvað vesen á því en allt í einu í gær komst það í lag...lovely...

...annars finnst mér eitthvað sick við það að teiknimyndastöðin sem ég er með breytist í klámstöð á næturnar...
Stay black - Salinto!

6.9.06

...Og jæja...

...danska króna...haltu bara áfram að lækka...
Stay black - Salinto!
...Og núna...

...eru sko kreisí dagar...

...fengum þær upplýsingar á mánudaginn að við hefðum þrjá daga til að æfa atriði úr leikriti...setja þau upp og sýna fyrir allan skólann...

...ég í einhverju rugli tók að mér þrjú atriði en það er svo sem allt í lagi...bara búin að vera í skólanum frá átta á morgnana til níu á kvöldin síðustu daga...eeen það verður allt búið á föstudaginn þegar við sýnum...svo á mín afmæli á laugardag og þá get ég sofið út..þá kemur Annie Siggie systir líka aðeins í heimsókn þannig að það verður gott að geta slappað aðeins af þá...

...er samt fárveik með bullandi hita og kvef og er bara vel dópuð upp allan daginn til að þola þessa törn...hlakka til að sofa um helgina...

...ekkert skemmtilegt sem ég hef að segja...skrifa betur seinna...
Stay black - Salinto!

2.9.06

...Og ó well...

...lífið gengur sinn vanagang...velþunn í dag eftir ævintýri gærkvöldsins...

...Katinka keypti handa mér snuss í bátnum frá Noregi þannig að ég er orðin nikotínfíkil og tek í vörina eins og mér sé borgað fyrir það...

...annars er ég hress...
Stay black - Salinto!

1.9.06

...Og þá...

...er maður kominn aftur "heim" á Lollandsgötuna í hjarta Árósa...sem er alls ekki slæmt...

...og nú er ég með netið heima sem er sko ekki verra...reyni þá að vera dugleg að blogga eins og vindurinn sjálfur...

...ekki mikið búið að gerast svo sem þessa fyrstu daga...búin að hitta tvær af mínum bestu vinkonum og restin af vinahópnum kemur heim í dag og á morgun þannig að þá verða alvöru fagnaðarfundir...yndislegt alveg hreint...

...ekki mikið að segja eins og er...smá kvefdrasl í mér en ég reyni að drekka það úr mér við fyrsta tækifæri...
Stay black - Salinto!

28.8.06

...Og ég fer aftur út...

...á miðvikudaginn...skil það ekki almennilega...hvernig gat sumarið liðið svona ógeðslega hratt...

...þetta sumar var mjög óeftirminnilegt en það sem bjargaði sumrinu samt var dvölin á Séð og heyrt...þar var manni tekið með opnum örmum og ófá hlátrasköllin og samsöngvarnir sem hafa örugglega næstum því ært nærliggjandi skrifstofur...var að vinna með snillingum ofan á snillinga sem mössuðu blaðið í hverri viku...þrátt fyrir að við erum allar ljóshærðar...

...ég er í fríi í dag sem mér finnst allt í lagi...ekki eins gaman og ég hélt að það væri...

...blendnar tilfinningar yfir "heimferðinni"...kvíði fyrir en samt ekki...hlakka til en samt ekki...samt gott að fara ekki út í óvissuna í þetta sinn heldur í fasta íbúð með fastan vinahóp sem ég veit að er enn jafn ógeðslega skemmtilegur...

...svo er ég líka komin með þráðlaust net úti þannig að ég ætti að vera dugleg að blogga þegar ég kem dauðþreytt heim úr skólanum...

...en núna kveð ég í bili...en vona að allir taki áskorun minni og komi í heimsókn til mín til Árósa...
Stay black - Salinto!

27.8.06

...Og djöfull...

...er Michael Douglas heitur...sumir karlmenn bara batna með aldrinum...það er ekki sanngjarnt...
Stay black - Salinto!

24.8.06

...Og jæja...

...núna eru einhverjar photo session myndir komnar inn á þessa síðu...og fleiri á leiðinni...

...mjög ánægð með photo sessionið hennar Íbbu Pé núna enda er hún besti ljósmyndari á landinu...

...annars er ég víst með partí um helgina...reyndar með frekar fá símanúmer í símanum mínum þar sem gamli síminn minn dó um daginn en vona að ég hafi getað boðið flestum sem ég vildi...

...tannlæknir í dag...fíla það ekki...

...síðasti vinnudagurinn á morgun...veit ekki hvort ég fíla það eitthvað sérstaklega vel...

...er að verða einu ári eldri eftir rúmlega tvær vikur...fíla það ekki...
Stay black - Salinto!

23.8.06

...Og nú er ég búin...

...að stofna nýja myndasíðu...photo seesionið með Írisi í gær fer þangað inn á morgun...en þangað til er ekki mikið um að vera á þessari blessuðu síðu...getið séð hana hér samt...
Stay black - Salinto!
...Og er ég eina...

...í heiminum sem finnst Nirvana ofmetnasta hljómsveit í heimi og Smells Like Teen Spirit eitt leiðinlegasta lag í heimi?
Stay black - Salinto!

22.8.06

...Og ég hef alltaf verið þekkt...

...fyrir að vera mikil textakona þegar kemur að tónlist...það er kannski þess vegna sem ég dýrka Nick Cave og The Cure...en ég hef allavega alltaf gaman að lesa fallega texta...

...endrum og eins heyri ég texta sem ég næ ekki út úr hausnum á mér...sérstaklega út af því að þeir passa svo vel við hvað er að gerast í lífinu þá stundina eða þeir meika svo fullkomlega mikið sense í mínum skrýtna heila...

...það sem af er af þessu ári þá er eitt lag sem stendur uppúr...ég byrja daginn yfirleitt á því er ég hjóla í vinnuna því þótt textinn minni mig stundum á allt sem ég vildi breyta í lífinu og allt það vitlausa sem ég hef gert þá undirbýr það mig samt andlega fyrir daginn því það er svo fallegt...eins og talað út úr mínu hjarta...

...lagið umtalaða er Fix You með Coldplay...

...njótið vel...

When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse

and the tears come streaming down your face
when you lose something you can't replace
when you love some one but it goes to waste
could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

High up above or down below
When you're too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

Tears stream down your face
When you lose something you cannot replace
Tears stream down your face
And I

Tears stream down your face
I promise you I will learn from my mistakes
Tears stream down your face
And I

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you.


Stay black - Salinto!

17.8.06

...Og ég fór...

...á landsleikinn í boði KSÍ á þriðjudaginn...það var gaman...

...á morgun er það síðan Chippendales í boði Bravó...það verður örugglega ennþá skemmtilegra...naktir karlmenn og trylltar píur...sviti...typpi...brund...brjóst...tungur...olía...mmmm...

...annars á ég bara rétt rúma viku eftir á Fróða og aðeins tvær vikur þangað til ég fer út...djöfull líður tíminn hratt...og ég ekkert búin að læra...uss uss uss...verð að taka mig á þessa nokkru frídaga út í Árósum áður en ég byrja í skólanum...

...hlakka soldið til að sjá Hans og Jens sem búa með mér...við erum ekkert rosalega tight en samt sakna ég þeirra aðeins...þeir eru út í Aserbædjan núna helvítis gerpin að taka upp heimildarmynd í einhverju fjallaþorpi...bara snilld...þeir eru líka nettir snillingar...samt hollustufrík og elda grænmeti þegar þeir eru þunnir en ekki hamborgara og franskar eins og ég...fíla það ekki...

...svo er systir mín að gifta sig á laugardaginn...skrifaði smá ræðustúf í gær og felldi tár...veit ekki hvernig ég verð í sjálfri athöfninni sveimérþá...er veislustjóri með Íbbu Pé og kvíði nett fyrir því en það mun örugglega reddast...enda erum við frábærar og flógó...

...helgina eftir ætla ég síðan að halda upp á afmælið mitt í kyrrþey...
Stay black - Salinto!

9.8.06

...Og Magni...

...var laaaangbestur í gær!

...mér finnst hann samt ekki getnaðarlegur...því miður...
Stay black - Salinto!

8.8.06

...Og vá hvað er gaman...

...að fá svona skilaboð á myspace þegar manni langar í ást...

Have you ever had a dream of meeting me?if you have or not,now its yr day to meet yr soul.love,respect,care,sharing,honest and above all to be happy for restof yr life.Handsome as i am,i have chosen you from all these millions of faces to have a date with you from now.please let me know what you think.
hugs
patrick

Stay black - Salinto!
...Og ég var búin að gleyma...

...hvað dagurinn eftir verslunarmannahelgi getur verið mikið helvíti...fegin að ég vinn með skemmtilegustu stelpum í Norður-Evrópu...annars væri ég löngu búin að gefa upp öndina...

...en það varð ekkert úr Japan ferðinni...hættum nefnilega saman á föstudaginn...nánar tiltekið klukkan 16 um daginn...ákvað bara að ég væri hætt að vera skotin í núðlu sem spilar fótbolta með KR...finnst það mjög skynsamleg ákvörðun...ég meina verður eitthvað úr svoleiðis núðlu nema vond núðlusúpa?

...ég er allavega byrjuð að róa á ný mið...heyriði það strákar...

...annars veit það aldrei á gott þegar það fyrsta sem maður gerir þegar maður vaknar er að hugsa til þess hvað það verði frábært að fara heim eftir vinnu og sofa...
Stay black - Salinto!

4.8.06

...Og gleðilega...

...verslunarmannahelgi...

...ég er dottin í það...
Stay black - Salinto!

1.8.06

...Og kærastinn minn...

...skoraði tvö mörk í gær og var búaður út af vellinum...

...ég sendi honum andlegan stuðning af áhorfendapöllunum og knúsaði síðan litlu sushi rúlluna mína þegar við komum heim...honum leið geðveikt illa yfir þessu þannig að ég vil hér með skamma alla Fylkis menn fyrir framkomu sína í gær...svona á ekki að koma fram við fólk...þó það sé skáeygt...

...svo er hann líka kærastinn minn og ég elska hann...

...hlakka ekkert smá til að fara til Japans um helgina...held það verði ótrúlega skemmtilegt að kynnast menningunni sem hann ólst upp í...er búin að fjárfesta í japönskum þjóðbúning sem ég verð í alla ferðina og er í óðaönn að lesa mér til um japanska siði...

...hvað leggur maður ekki á sig fyrir ástina...
Stay black - Salinto!

27.7.06

...Og maður veit...

...að dagurinn verður frábær þegar hann byrjar með því að Geir Ólafs býður manni á deit...

...my life will never be the same...
Stay black - Salinto!

26.7.06

...Og...

...er búin að vera að hlusta mikið á Dr. Mister og Mr. Handsome...

...það rann upp fyrir mér í gær að gamla Scope lagið Was it all it was? fjallar um one night stand...vá hvað maður var ekkert að pæla í því þegar maður var lítill og sætur...fíla þennan texta...fíla þetta lag...

...annars veit ég ekkert hvað ég ætla að gera um Verslunarmannahelgina...er að spá í að fara með kærastanum mínum til Japans en veit ekki hvort að það verður eitthvað úr því...hann á nefnilega fjölskyldu þar sem hann vill heimsækja en mér finnst þetta aðeins of dýrt dæmi...hann er reyndar búinn að bjóðast til að bjóða mér en það finnst mér líka frekar óþægilegt...

...en annars einkennir samband okkar blússandi hamingja þó það hafi þurft að fara leynt undanfarið vegna heimspressunnar á Íslandi...hann eldar fyrir mig sushi á næstum því hverju kvöldi þegar ég kem þreytt heim úr vinnunni og ég nudda hann fyrir mikilvæga leiki...hann er búinn að kenna mér nokkur dirty orð á japönsku og á móti tek ég heyrnarlausu gelluna Viktoríu Rós fyrir hann...

...við pössum eiginlega of vel saman...er þetta of gott til að vera satt?
Stay black - Salinto!

20.7.06

...Og úff...

...hvað Dirty Slutty Hooker Money...nýi diskurinn með Dr. Mister & Mr. Handsome er góður...þó þeir séu kókhausar...

...fékk hann sendann fyrir viku síðan og búin að hlusta talsvert mikið á hann...ekkert smá sátt við þessa frumraun strákanna og vakna ég með lagið Is it love? á heilanum á næstum því hverjum morgni...magnað að tónlist um brjóst, kókaín, rugl og partí geti verið svona skemmtileg...

...en hún er það...
Stay black - Salinto!
...Og þá er fyrsta...

...vikan senn á enda í nýju starfi...

...fíla það bara nokkuð vel...mjög glöð að ég skipti um vinnu...finn að ég hef miklu meira gaman að þessu núna en ég gerði...sem er bara jákvætt...það er nauðsynlegt að breyta til now and again...

...annars lítið að frétta...Svampa Gumm á afmæli eftir helgi og því verður slegið upp roknarinnar afmælisveislu á laugardaginn á Kaplaskjólsveginum...búin að kaupa allt sem þarf í töfrateppi og núna bíð ég bara eftir að opna fyrsta bjórinn og detta í það...og svo segir fólk að maður sé veikur...kaupi það ekki...

...horfði á ógeðslega mynd á þriðjudaginn...jiminn eini...The Hostel heitir hún...Íslendingur sem leikur í henni og allt...en come the fuck on...bara viðbjóður...ekki vel leikin og ekkert spennó...bara ógó lógó...in the bógó! Íslendingurinn, the king of the swing, fór meira í mig en allt sem getur farið í mig og byrjaði ég að hata hann strax á fyrstu mínútu...þvílíka ofnotkun á hinum annars góða frasa of course my horse hef ég sjaldan heyrt áður...o jæja...það geta ekki allir verið fullkomnir eins og ég...

...búin að borða fulla skál af ís með súkkulaðisósu og langar í meira...

...langar líka í sleik...
Stay black - Salinto!

14.7.06

...Og ég er ekki frá því...

...að Dumle karamellur séu eitt það besta í heimi...einu sinni byrjað þú getur ekki hætt sko...

...en núna færist helgin nær og nær...líklegast verður aðeins tjúttað í kvöld en stefnan er sett á þurran laugardag yfir vidjó og fullt af nammi...kemur í ljós hvort það á eftir að ganga eftir...

...og svo á mánudaginn er það ný vinna...hlakka mikið til enda fann ég hvernig áhuginn á blaðamennsku kviknaði aftur er ég sagði skilið við 365...það var góð tilfinning...það er ekkert gaman að vera metnaðarlaus í því sem maður gerir...

...og mig langar í sleik...
Stay black - Salinto!

12.7.06

...Og var að...

...finna þetta inn á malefnin.com...góðir tímar...

En allra versti kaflinn í Sirkusi - sem er þó yfirleitt góður þáttur - eru þessar Bananastelpur sem eru bæði ljótar, feitar og illa af Guði gerðar í það heila tekið.Innslög þeirra eins og t.d. að snúa afturendanum í hvor aðra og prumpa (hvílíkt ógeð!) eða lemja kexpakka við eldhúsborð og traðka á kexinu á gólfinu!!! - Allt ógeð og kemur svakalegum stimpli á þessar miður geðfelldu stelpukindur

Stay black - Salinto!
...Og skjótt...

...skipast veður í lofti...

...í morgun vaknaði ég sem stoltur starfsmaður 365 prentmiðla en í kvöld þegar ég legg höfuðið á kodda verð ég orðin stjörnu- og slúðurblaðamaður á Séð og heyrt...magnaður andskoti...

...bara alltof margir plúsar sem fylgdu þessari vinnu...gat ekki ímyndað mér að hafna henni...skrýtið...en gaman...
Stay black - Salinto!

10.7.06

...Og ég byrjaði daginn...

...á Jackson 5...

...það var hressandi...
Stay black - Salinto!

7.7.06

...Og er búin að vera...

...að hlusta á nýja DJ Margeir diskinn, Blue Lagoon Soundtrack, síðustu daga og hann er alveg frábær...kemur út í næstu viku og ég mæli hiklaust með honum...tekur flott lög eins og Calling You með Jevettu Steel úr myndinni Bagdad Café, Moss með Daníel Ágúst og Baltimore með Ninu Simone...geðveik blanda...er að fíla það...

...fékk nýja Johnny Cash diskinn í hendurnar í gær og það er annar góður diskur...sjiiit hann er magnaður...lítið meira um það hægt að segja...

...annars er ég búin að downloada svo mikið af tónlist upp á síðkastið eins og Neko Case, Death Cab for Cutie, Wolf Parade, Clap Your Hands Say Yeah, Spoon, The New Pornographers og The Decemberists þannig að maður er alltaf með eitthvað gott í eyrunum...

...sumarið er yndislegt...

...nema ættarmót um helgina...

...þarf að fara að læra...nenni því ekki...ég er löt...

...vonandi lifi ég helgina af...
Stay black - Salinto!

6.7.06

...Og eins og margir...

...landsmenn horfði ég á Rockstar Supernova í gær fram á nótt...enda eru augun ansi lítil í dag...

...hef nú aldrei haft sérstakt dálæti á honum Magna en mér fannst hann bara standa sig helvíti vel í gær strákurinn...sviðsframkoman var náttúrulega frekar hræðileg en sönglega séð náði hann mun betri árangri en margir þarna...

...það helltist yfir okkur þjóðernisstolt er hann mætti á svæðið og ég hélt að ég myndi deyja úr stressi með þeim Íbbu Pé, Svömpu og Freysa...mögnuð stemming...

...en um helgina er ég að fara á ættarmót á Hofsósi af öllum stöðum...þannig að ég missi af úrslitunum á föstudaginn...en það verður brunað í bæinn aftur á sunnudag og ég ætla rétt að vona að ég nái að sjá Ítali rústa Frökkum...

...annars er maður bara hress...ekkert stress...bless...
Stay black - Salinto!

3.7.06

...Og það er skemmtilegt...

...íslenskuþema sem einkennir vídjóspóluleigu okkar bógóanna þessa dagana...ég er að fíla það vel enda fattaði ég í gær hvað ég er búin að sjá skammarlega fáar íslenskar bíómyndir...

...byrjaði allt með BLOSSA - 810551 á miðvikudagskvöldið...það var nú meira grín en alvöru þar sem þetta er klárlega versta mynd sem gerð hefur verið í öllum heiminum...og þó víða væri leitað...fleygar setningar: "Þetta er bara spurning um prinsipp", "Þetta er bara spurning um að finna aðra plánetu og halda partíinu gangandi" og "Ég var ekki með sjálfum mér"...falleg notkun á frasanum "Þetta er bara spurningu um..." sem fékk aldeilis uppreisn æru í þessar mynd...

...mynd númer tvö var Little Trip to Heaven...það voru vægast sagt vonbrigði...flott lúkk og góðir leikarar en hryllilegt handrit...gerist nákvæmlega ekkert í þessari mynd...enginn kraftur...fíla hana ekki...

...já og íslensku maraþonið byrjaði vel og í gær var komið að þriðju myndinni...Veggfóður...það er fínasta mynd og skemmtilegir leikarar...við reyndar gátum ekki þagað yfir allri myndinni þannig að við þurfum væntanlega að horfa á hana aftur einhvern tímann...en Steinn Ármann sýnir stjörnutakta...fíla hann vel miðað við að ég þoli ekki manninn...og Balti er svoooo fallegur...ríða...búið...bless...
Stay black - Salinto!

30.6.06

...Og ég fékk comment...

...áðan að ég væri að verða versi bloggari Íslandssögunnar og ákvað því að drífa mig inn á gamla góða blogger og bæta úr því...

...svo sem ekki mikið að frétta af mér...einhver veikindi að hrjá mig...var veik heima í gær en mætt aftur hress til starfa í dag...og missi þar af leiðandi af Þýskalandi - Argentínu klukkan 15 á HM í dag...

...er einmitt orðin alger fótboltafíkill...hverjum hefði dottið það í hug...Svampa Gumm og Íbó lógó bógó eru búnar að smita mig allhressilega og er ég varla búin að missa úr leik síðustu viku...svo á miðvikudaginn var fíknin fullkomnuð með leik í Íslandsbankadeildinni...Fylkir - ÍBV...Fylkismenn áttu klárlega að vinna en því miður var jafntefli...eins og á KR vellinum í gær þar sem maðurinn minn skoraði bara eitt mark fyrir heimamenn og því jafntefli...greyið litla krúttið...sá Liljuna sína ekkert í gær þannig að ekkert skrítið að hann hafi verið í óstuði...svo borin út af velli með sinadrátt...æj æj æj...verð að hjúkra honum vel um helgina...

...en boðsmiðar á Footloose á morgun eru í húsinu...er enn að spá hvort ég eigi að sleppa boltanum og skella mér...

...en nú er það vinna...dugir ekkert annað...
Stay black - Salinto!

26.6.06

...Og þá eru...

...Ástralir dottnir úr HM...og ég sem spáði þeim heimsmeistartitlinum...

...nú vil ég bara fá nakinn Figo í fyrsta sæti...þá er ég ánægð...með slef niðrá maga....
Stay black - Salinto!

23.6.06

...Og nú var ég...

...aðeins að breyta...hvernig lýst ykkur á?
Stay black - Salinto!
...Og núna...

...sit ég heima hjá systur minni að passa litlu uppáhaldsfrænku mína hana Glódísi sem er snillingur...

...litla krúttið er sofandi eins og er og ég að horfa á einhvern viðbjóð á Skjáeinum sem heitir annaðhvort O.C. eða One Tree Hill...sem ég hélt að væri eitt og það sama þangað til fyrir tveim mánuðum síðan...vildi að þeir hefðu bara sýnt Melrose Place í allt kvöld sem er sko klassaþáttur...eldist vel maður...

...en veit ekki hvað ég var að kvarta yfir blómasendingum í vinnuna...er ég rölti um Kringluna í dag rifjaðist upp fyrir mér að ég hef einu sinni fengið blóm í vinnuna...frá fyrsta kærastanum mínum honum Svenna sem gladdi mig með blómum og konfekti þegar ég var búin að vinna stanslaust í 12 tíma á hverjum degi í marga daga fyrir jólin eitt árið...það var sætt...sambandið entist ekki en þetta var góður dagur...

...maður er fljótur að gleyma...

...en ég fer í brúðkaup á morgun...keypti mér rándýran kjól áðan og ætla að líta frábærlega vel út...eins gott að það verði nóg af einhleypum karlmönnum þarna á vappi...annars er ég illa svikin...

...mig langar á stefnumót...
Stay black - Salinto!

22.6.06

...Og af hverju...

...sendir mér enginn blóm í vinnuna...er það til of mikils mælst?
Stay black - Salinto!

21.6.06

...Og síðustu dagar...

...eru búnir að vera skrýtnir og einkennast af óheppni og ómögulegheitum...ef það er einu sinni orð...því fylgir hér gullfallegur texti eftir stórvin minn Rufus Wainwright...segir allt sem segja þarf...

..."Vicious World"


Thought that maybe we'd fall in love over the phone
Thought that maybe I'd really love being alone
Everybody but Heaven knows how I was wrong

Oh Lord, what have I done to myself?
What have I done to myself?

In this vicious world
Such a vicious world
There isn't anything you can do
In this vicious world

Soaking on the ice, makin' eyes all by myself
Didn't realize you were so top of the shelf
Just you want and see when you turn, turn 23

Oh Lord, what have I done to myself?
What have I done to myself?

In this vicious world
Such a vicious world
There isn't anything you can do
In this vicious world
Such a vicious world
There isn't anything you can do
In this vicious world
There isn't anything you can do
In this vicious world

Stay black - Salinto!
...Og síðustu dagar...

...eru búnir að vera skrýtnir og einkennast af óheppni og ómögulegheitum...ef það er einu sinni orð...því fylgir hér gullfallegur texti eftir stórvin minni Rufus Wainwright...segir allt sem segja þarf...

..."Vicious World"


Thought that maybe we'd fall in love over the phone
Thought that maybe I'd really love being alone
Everybody but Heaven knows how I was wrong

Oh Lord, what have I done to myself?
What have I done to myself?

In this vicious world
Such a vicious world
There isn't anything you can do
In this vicious world

Soaking on the ice, makin' eyes all by myself
Didn't realize you were so top of the shelf
Just you want and see when you turn, turn 23

Oh Lord, what have I done to myself?
What have I done to myself?

In this vicious world
Such a vicious world
There isn't anything you can do
In this vicious world
Such a vicious world
There isn't anything you can do
In this vicious world
There isn't anything you can do
In this vicious world

Stay black - Salinto!

18.6.06

...Og þá er maður...

...loksins kominn heim í blíðuna á Íslandi...

...lá við að ég leggðist í þunglyndi þegar ég vaknaði á föstudagsmorguninn í grenjandi rigningu, grámyglu og skýjarugli...hefði átt að halda mig í sólinni í Danmörku...

...eeeen helgin er búin að einkennast af djammi sem hefur bara gengið svona líka ágætlega...

...skrýtið að vera komin heim...byrja í vinnunni á morgun og hlakka ekki til...langar bara að liggja í leti...

...smá meira mont...kláraði prófin með hæstu einkunn í öllu...ein af tveimur...geri aðrir betur...

...og núna er það þynnkan sem tekur við...
Stay black - Salinto!

12.6.06

...Og jibbý...

...þá eru miðar á Antony and the Johnsons 7. september komnir í hús...frábær leið til að fagna nýrri önn í GITIS Scandinavia...get ekki beðið...

...eeen eftir aðeins fjóra stutta daga kem ég heim...ó vá hvað ég get ekki beðið...

...aðalgaurinn frá Rússlandi er núna í skólanum að vinna með okkur í því sem við gerum fyrir prófið...ég fór upp á svið með mitt verkefni sem ég geri með annari stelpu og ég vil ekki vera að monta mig en ég geri það samt...hann sagði að það væri best...oooo...svona er maður að brillera eins og vitleysingur...nú er bara að vona að það gangi jafnvel á prófinu ekki á morgun heldur hinn...fingers crossed...
Stay black - Salinto!

2.6.06

...Og í dag...

...er skýjað...

...líka í heilanum mínum sem er að jafna sig eftir bjórdrykku gærkvöldsins með Jarle Berntsen...áttum þetta inni þar sem við höfum ekkert spjallað yfir bjór í langan tíma...

...lögðum línurnar fyrir framtíðina og ætlum til Hollywood þegar við verðum stór og meika það...hehehe...það er gaman að gera plön þegar maður er fullur...allt er svo ofureinfalt...

...eeen nú er komin helgi og ætla ég bráðum að halda heim á leið til að reyna að gera mig fallega því í kvöld ætlar maður að taka stalkerinn á þetta og fara á barinn þar sem deitið mitt vinnur og horfa á hvernig hann verður ástfanginn af mér þegar ég tek Circle of Life atriðið mitt...stend á öxlinni...tek apagöngulagið og allan pakkann...hvernig er ekki hægt að falla fyrir því...ég bara spyr...

...góða helgi...undur og stórmerki...ég er byrjuð að blogga aftur...
Stay black - Salinto!
...Og núna fyrst...

...hlakkar mig til að koma heim...Greifarnir eru byrjaðir aftur að spila!

31.5.06

...Og fyrr...

...hélt ég að ég myndi detta niður dauð en að segja þessi orð sem á eftir fylgja: Ég var á stefnumóti í dag...hvað finnst ykkur um þetta?

...bauð actually gaur út á deit og í dag fengum við okkur kaffi og sátum í sólinni og spjölluðum saman...voða yndislegur drengur sem ég er búin að vera skotin í í smá tíma en hann vinnur á hverfisbarnum mínum...og síðasta laugardag ákvað ég að taka af skarið eftir nokkra bjóra...voða stolt...

...en það var gaman að hitta annað fólk...utan GITIS Scandinavia...og ekki spillir fyrir að þetta "fólk" var gullmyndarlegur og skemmtilegur drengur...hef ekkert sérstaklega mikla reynslu af stefnumótum en held að þetta hafi bara gengið andskoti vel...en maður veit víst aldrei...nú er bara að bíða og sjá...

...annars kem ég heim 15. júní og hlakka mikið til...verður fínt að fá smá frí...er búin að vera að vinna eins og mother fucker og djamma þess á milli...what a life!
Stay black - Salinto!

23.4.06

...Og jahérna hér...

...þessir síðustu dagar eru eiginlega búnir að vera of góðir til að vera sannir sveimér þá...

...búin að vera ansi kærulaus þessa vikuna...þrisvar sinnum fuddl og allt fyrir helgi...búin að skrópa aðeins líka sem er ekki nógu gott en til að bæta það upp tók ég bláedrú helgi á þetta og ætla síðan að kaupa mér kort í líkamsrækt á morgun...þvílíkur dugnaður...

...en þessi sæla sem einkennir lífið núna byrjaði á fimmtudaginn eftir leiklistarsöguprófið okkar þegar við úr bekknum mínum og nokkrir úr öðru ári (þar á meðal strákurinn sem ég er skotin í) fórum út að borða með leiklistarsögukennaranum sem er algjör snillingur...Jorge frá Spáni sem er með eins hár og Jay Leno...

...góður matur og góður félagsskapur...hvað getur maður beðið um meira...jú nema hvað...blindafyllerí á hverfisbarnum Escobar...auðvitað...drukkum og drukkum og drukkum og drukkum og ég gjörsamlega overdósaði á snusi sem hún Katinka gaf mér...alveg að drepast í gómnum eftir þetta...en ég og Jarle enduðum saman á Sherlock Holmes eins og vanalega...enda mestu drykkjuhundarnir í skólanum þessa dagana...ég reyndar stóð í lappirnar á meðan Jarle gat varla talað...hvað þá labbað...þannig að ég sýndi umhyggjusömuhliðina mína og kom honum heim til mín og leyfði honum að gista greyinu...

...skrópaði í skólann allan föstudaginn og hafði það bara dejligt...svaf út og tók til inni hjá mér og lagði mig síðan áður en Katinka, Jónas, Trude og Linn komu á Lollandsgötuna og við bjuggum til aldeilis frábæra hamborgara...næstum því þá bestu sem ég hef smakkað sveimérþá...horfðum síðan á 101 Reykjavík og ég og Katinka dottuðum síðan yfir The Royal Tennenbaums...

...laugardagurinn var ansi ljúfur líka...svaf út og hitti Katinku síðan klukkan 14 hjá Aldi og við keyptum kótilettur til að grilla og héldum síðan í Mindebroparken sem er aðeins fyrir utan miðbæin þar sem Linn á 3. ári var að halda upp á afmælið sitt...sólin skein eins og aldrei fyrr og sögur segja að 17 stiga hiti hafi leikið við okkur...veit ekki með það en ansi margir brunnu smá í andlitinu...spiluðum boltaleiki sem var þvílíkt stuð og fór ég ekki aftur heim fyrr en um 20 leytið þegar ennþá var heiður himinn...fór síðan til Mortens um 21 leytið þar sem ég Katinka, Morten, Jo, Steffen, Rune og Vilde fórum í afmælið til Linn...var edrú og fín...fór heim um miðnætti með gómsæta pítsu og sofnaði sætum draumi...

...og í dag er frekar skýjað en samt mjög heitt...enginn virðist vera vaknaður sem ég ætlaði að vinna með þannig að ég tek því bara rólega á uppáhaldskaffihúsinu mínu og hangi á netinu...

...lífið gæti einhvern veginn ekki verið betra...

...en mín bíður ótrúlega erfið vika með 11 tíma plús löngum dögum og skemmtilegheitum...eeeen ég held ég eigi það alveg skilið eftir letina...
Stay black - Salinto!

10.4.06

...Og...

...nuna situr madur a net"kaffi" i 7 11 a Kastrup og bidur eftir ad velin til Keflavik Iceland fari i loftid...er alltof snemma i thvi eins og alltaf...kom hingad taeplega 10 en velin fer ekki fyrr en um 14 leytid...gaman gaman...

...hef litid ad segja...lidur vel og get ekki bedid eftir ad fa mer Devitos pitsu...Eldsmidju pitsu...thrist...islenskan is...islenskt vatn...og margt margt margt fleira...allt kolohollt og vidbjodslegt...filatha...
Stay black - Salinto!

9.4.06

...Og eg kem heim...

...A MORGUN....

...er ekkert sma fegin ad eg akvad ad skella mer heim thar sem thetta er annar dagurinn minn "ein" i Arosum og eg geri ekkert nema sofa og borda...veit ad eg get gert fullt af hlutum en er bara ad njota thess alltof mikid ad vera i frii...einhver helvitis pest lika buin ad vera ad angra mig thannig ad eg er eiginlega ad jafna mig a henni nuna...gaman gaman...

...eeeen nuna sit eg a bokasafninu eftir skemmtilegan hjolatur og leidin liggur heim i sturtu og eitthvad gott ad borda...svo bara vakna eldsnemma a morgun...ruta klukkan 6.45 og flug klukkan 14...sokum timamismunar grædi eg tvo tima og lendi um 15 leytid...og thar verdur kreisi bananinn Iris bidandi eftir mer falleg ad vanda...oooo get ekki bedid...langar ad fara NUNA!

...good things come to those who wait...
Stay black - Salinto!

3.4.06

...Og i dag...

...er godur dagur i Danaveldi...solin skin og lifid brosir vid manni...

...adeins vika i ad madur lendi a klakanum og get eg varla bedid...verdur mjog gott ad fa sma fjarlægd fra lifinu her sem hefur verid frekar kreisi og undarlegt upp a sidkastid...

...annars hjalpadi eg bornum i Afriku i dag...lidur vel med thad...

...fengum nyjan kennara i dag i leiklist sem hefur kennt vid skolann nokkud lengi...fila hann i tætlur og ekki skemmir fyrir ad hann er med eindæmum sjarmerandi...en hann er eldgamall and it's all professional...thessir gomlu kaddlar eru lika ekkert snidugir...longu bunir med kvotann...

...en eg var ad enda vid ad klara dyrindis samloku sem eg eldadi handa mer og henni Trude i bekknum minum og næst a dagskra er heimabokud terta og Walk the Line i tolvunni...

...godar stundir...
Stay black - Salinto!

28.3.06

...Og jæja já...

...bara nokkrir dagar í að maður komi heim á klakann...vá ég get ekki beðið eftir að sjá allt fallega fólkið...

...annars var ég að koma úr hálfgerðu prófi í leiklist sem gekk vonum framar...upp og ofan eins og gengur en samt vonum framar...

...annars er lítið að frétta af mér...er í smá tómu skapi akkúrat núna...spennufall eftir prófið held ég...og líka spenningur í að losna aðeins úr þessum skóla yfir páskana og slappa af á Íslandi...búið að vera smá pirringur í gangi hérna síðustu daga yfir einum gestakennaranum en núna er hann/hún að fara þannig að við getum farið aftur í The Russian Style...maður bara svipaðu áfram og engin miskunn...þessi blessaða kona var bara of góð fyrir okkur..hahha...we like it ruff sko...

...já...ekki meira um það að segja...yfir og út í dag...
Stay black - Salinto!

25.3.06

...Og...

...ég kem heim um páskana!!!

...sjáumst...
Stay black - Salinto!
...Og...

...mér finnst páskaegg í Danmörku ljót og leiðinleg...hef reyndar ekki smakkað neitt ennþá en kvíði því að þurfa að borða svolleis um páskana...

...langar í páskaegg frá Nóa Siríus með málshætti og flottheitum...fussumsvei...

...annars var kórpróf í gær og leiklistarpróf á þriðjudag...voða stuð...skóli á morgun og hamingja...en ég lifi bara fyrir einn dag í einu þannig að í kvöld verður dottið í það í nýjum kjól...íha...
Stay black - Salinto!

17.3.06

...Og vááá...

...hvað hlutirnir gerast fljótt...

...hitti hana Bettie Slettie á msn fyrir 10 mínútum og við búnar að ákveða að hún kemur hingað í heimsókn 15. apríl...og hana nú...skjótt skipast veður í lofti eins og maðurinn sagði...vonandi kemur hún...
Stay black - Salinto!
...Og...

...enn ein vikan á enda komin...jahérna hér...tíminn líður hratt á gervihnattaöld og mig sárvantar heimsókn...

...langar smá að kíkja til Íslands í helgi eða svo en fjárhágurinn leyfir það ekki beint...þannig að þið verðið að koma til mín fólk...sérstaklega um páskana...hef á tilfinningunni að ég verði ein í Árósum um páskana...gaman gaman...

...en um helgina er skóli...víhí...en annars er planið að detta í það og borða góðan mat...bara það venjulega...

...lítið að segja nema ég gleymdi gjörsamlega að segja frá því að ég fann brillíant hjól eina nóttina þegar ég og Morten stauluðumst blindfuddl heim úr partíi...Morten stal því eiginlega fyrir mig og lagaði það og eina sem ég þurfti að gera var að kaupa lás...brillíant...kalla það George Silver...yndislegt...

...en hafið góða helgi fallega fólk...ég er farin heim...úr þessum skóla sem er orðin ansi yfirþyrmandi þessa dagana þegar maður er 12-13 tíma í skólanum...ef ekki lengur...
Stay black - Salinto!

9.3.06

...Og þið verðið...

...að kíkja á heimasíðuna hennar Íbbu lógó bógó...þar er að finna skemmtilegan myndaglaðning sem vermdi pósthólfið mitt fyrr í vikunni...

...þar af leiðandi er Íbba snillingur vikunnar eins og flestar aðrar vikur...ég þakka bara guði fyrir að eiga Katinku hérna úti sem er eins og sniðin fyrir mig...en hún jafnast náttúrulega ekkert á við snillingana sem leynast á litla Íslandi...
Stay black - Salinto!

4.3.06

...Og núna...

...er gjörsamlega brjálað að gera hjá manni og langþráður frídagur að kveldi kominn...

...ég sit heima hjá Katinku vinkonu minni en þær Anne eru að horfa á eitthvað norskt í sjónvarpinu sem ég nenni ekki að reyna að skilja...

...dagarnir eru mjög langir núna og er ég yfirleitt tíu tíma eða meira í skólanum á hverjum degi...en ég er full af lífsgleði og orku þannig að ég kvarta varla...það gengur líka mjög vel í öllu í skólanum og man ég ekki hvenær ég hugsaði síðast "Ég verð aldrei leikkona"...sem er kannski ekki gott...veit það ekki...á maður kannski alltaf að vera að efast um hlutina?

...í gær var djammað upp í skóla eins og flesta föstudaga á Fredagsbarnum sem er voða stuð...þannig að maður er ekki mjög ferskur í dag því miður...en ég ákvað að rífa mig upp á rassgatinu og fór með Trude vinkonu minni í hjólatúr í tvo og hálfan tíma sem var mjög ferskt og skemmtilegt...

...bara fallegt fólk í kringum mig...
Stay black - Salinto!
...Og ég hef...

(x) reykt sígarettu
(x) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin/n
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n-
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
(x) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
(x) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
(x) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
(x) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
( ) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi
(x) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi
(x) fengið deja vu-
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins
(x) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
(x) kveikt bál á ströndinni
( ) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk -
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig


Fjögur störf sem ég hef starfað yfir ævina:
1. Verksmiðjustarfsmaður í Emmess ís...pakka ís...voða stuð...
2. Afgreiðsludama og hlutastarfsverslunarstjóri í Accessorize og Monsoon í Kringlunni.
3. Þýðandi í tölvufyrirtækinu Skýrr...skemmtilegasta vinna ever...hóst hóst...
4. Blaðamaður á Fréttablaðinu og Birtu...vonandi er ég það ennþá...

Fjórar myndir sem ég get horft á aftur og aftur:
1. Dirty Dancing
2. Magnolia
3. Kill Bill I og II
4. Coming to America

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1. Yrsufell 38, 111 Reykjavík
2. Calle de Tablas, Granada, Spánn
3. Flókagata 13, 105 Reykjavík
4. Lollandsgade 23, 8000 Århus C, Danmörk...og bý þar enn...

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að hrofa á (ekki í sérstakri röð):
1. Friends
2. The Office
3. Frasier
4. Sex and the city


...Þökkum Evu Dögg fyrir þessa færslu...you make me blogg woman...
Stay black - Salinto!

27.2.06

...Og hver býður sig...

...fram að borga far fyrir mig heim um páskana?

...annars gaf svarta sæðið sem vinnur í hverfisversluninni minni mér númerið sitt í gær og bað mig um að hringja í sig við tækifæri...jahérna hér...strákarnir bara falla að fótum mér...þetta er erfitt líf...

...nú er spurning hvort maður eigi að slá til eða ekki...held að ég hafi aldrei lent í þessu áður enda eru karlmenn svo hræddir við fegurð mína til að gera svona lagað...

...any thoughts?
Stay black - Salinto!

12.2.06

...Og jaherna her...

...eg nenni barasta aldrei ad blogga...enda ekki med netid heima enntha...en thad kemur vonandi bradum...liggur svo sem ekkert lifid a...er med einhverjar fimmtiu sjonvarpsstodvar og thad gerir mig nogu lata fyrir...

...en vikan sem leid er buin ad vera stutfull i skolanum og thvi afskaplega gott ad fa sma helgarfri...byrjadi klukkan 8.30 alla daga i sidustu viku og yfirleitt ekki buin fyrr en 17 eda 17.30...voda stud...buin ad vera i Acrobatics thessa vikuna thar sem vid erum buin ad gera pyramida med allt ad 14 manneskjum sem er rosa stud...nema thegar madur lendir i thvi ad vera nedstur...tha er ekki stud hehehe...en madur lifir thad af...

...annars er litid annad ad fretta af mer...lifid gengur sinn vanagang og mer lidur alltaf betur og betur i Arosum...svo er sma roadtrip i bigerd i mars thar sem vid ætlum ad leigja bil og fara a Toto tonleika klukkutima fyrir utan Arosa...vihi...voda stud...

...en hafid thad gott...stort knus og koss...smakk...
Stay black - Salinto!

27.1.06

...Og jæja...

...haldidi ekki ad hun systir min hafi heidrad mig med nærveru sinni i gær...rett er thad...Earlie Pearlie Puff er komin til Arosa og kvold verdur sko dottid i thad eins og aldrei fyrr...

...annars er thad flutningsdagur a sunnudag og getid thid strax farid ad senda mer innflutningsgjafir...nyja heimilisfangid er Lollandsgade 23, 8000 Århus C...verdur ekki mikid fallegra en thetta...get ekki bedid...

...goda helgi fallega folk...
Stay black - Salinto!

25.1.06

...Og núna er maður víst...

...með aðeins meira batterí en síðast...sem betur fer...

...núna sit ég á uppáhaldskaffihúsinu mínu og á að vera að læra...hélt að ég þyrfti svo mikið að læra með hjálp netsins en fyrir um það bil klukkutíma kom í ljós að svo var ekki...og af hverju er ég enn hér?...jú...ég er letingi...er búin að eyða klukkutímanum í að downloada Antony and the Johnsons, Cat Power og Noah´s Ark og er bara mjög lukkuleg með árangurinn..

...annars er ég að fara að flytja á sunnudaginn og get ekki beðið...verður ekkert smá gaman að byrja nýtt líf á nýjum stað...ekki spillir fyrir að gaurarnir tveir sem ég mun búa með eru ekki lítið fyrir augað...frekar mikið...en gamlir eru þeir þannig að ég mun vonandi eignast tvo góða danska félaga...

...ég held að ég sé búin að smala saman heilu fótboltaliði til að hjálpa mér að flytja og búin að leigja bíl...nú er bara eftir að kaupa bjórkassann...íha...

...annars gengur allt eins og í sögu hér í Danmörku...reyndar enginn hugsanlegur karlmaður í sjónfæri en það er aukaatriði...lífið er hreinlega of fallegt til að láta einhvern random gaur skemma það...hehe...girl power...
Stay black - Salinto!

22.1.06

...Og...

...jibbýýýýý....núna er Liljan komin með voða fínt herbergi sem hún flytur inn í um næstu mánaðarmót...laglegt það...

...byrjaði leitina í síðustu viku og var þetta fyrsta herbergið sem ég skoðaði og það er fullkomið í einu orði sagt...bjart og gott...

...en aaaa...núna er tölvan að verða batteríislaus...skrifa meira seinna...
Stay black - Salinto!

6.1.06

...Og það er fátt betra...

...en eldheitt vanillute í kuldanum...góður vinur á msn...yndislegur karlmaður spjallar við mann á götunni...falleg tölva...falleg borg...fallegur barþjónn...frábært kaffihús og skemmtileg lög að hlaðast niður á limewire...

...þetta er svo sannarlega lífið...vildi að þið gætuð deilt því með mér...
Stay black - Salinto!

5.1.06

...Og ég keypti mér...

...Quentin Tarantino safnið í dag fyrir 2000 kaddl...újé...flippaði aðeins í búðunum og keypti mér líka fallegasta kjól sem ég hef séð á 1500 kaddl...það er svona að vera í fríi í skólanum...býður bara upp á peningaeyðslu...hefði átt að vera að vinna í smásögunni minni en jæja...það kemur nýr dagur á morgun...
Stay black - Salinto!
...Og það er...

...leitin að öðrum eins karlmanni og þessum hér...usss...hann mætti sko alveg vera minn maður...wouldn´t kick him out of bed...
Stay black - Salinto!

4.1.06

...Og þá er maður...

...barasta kominn aftur til Baunalandsins...oooo hvað það er yndislegt...var komin með heilmikla heimþrá og fann það er ég kom til Árósa í gær að hér á ég svo sannarlega heima...

...en það var auðvitað frábært að koma til Íslands...búa hjá mömmu og pabba...hitta vinina...fara í göngutúr...fara á fyddlerí og ég held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið á stuttu tímabil þökk sé Svömpu Gumm, Írisi bógó, Fúúú og heilmiklu sæði hehehe...það er nýja orðið okkar...sæði...ógeðslegt ekki satt...en samt svo yndislegt...

...ég kom til Árósa á miðnætti í gær og Rune, meðleigjandi minn, sótti mig þessi elska...svo þegar heim var komið hitaði hann handa mér pizzu sem sannar að hann er besti meðleigjandi í heimi...

...í dag var síðan fyrsti skóladagurinn sem gekk mjög vel og leggst þessi önn svakalega vel í mig...en ég er enn skotin í strák...er að spá í að fara að hætta því...

...er komin með tölvu núna og mun því væntanlega tjékka mig mun oftar inn á netið á hinum ýmsu kaffihúsum...hver veit...algjör snilld að eiga tölvu...veit ekki hvernig ég fór að án hennar...

...en núna er ég farin að elda mér eitthvað...

Stay black - Salinto!