...Og núna...
...sit ég heima hjá systur minni að passa litlu uppáhaldsfrænku mína hana Glódísi sem er snillingur...
...litla krúttið er sofandi eins og er og ég að horfa á einhvern viðbjóð á Skjáeinum sem heitir annaðhvort O.C. eða One Tree Hill...sem ég hélt að væri eitt og það sama þangað til fyrir tveim mánuðum síðan...vildi að þeir hefðu bara sýnt Melrose Place í allt kvöld sem er sko klassaþáttur...eldist vel maður...
...en veit ekki hvað ég var að kvarta yfir blómasendingum í vinnuna...er ég rölti um Kringluna í dag rifjaðist upp fyrir mér að ég hef einu sinni fengið blóm í vinnuna...frá fyrsta kærastanum mínum honum Svenna sem gladdi mig með blómum og konfekti þegar ég var búin að vinna stanslaust í 12 tíma á hverjum degi í marga daga fyrir jólin eitt árið...það var sætt...sambandið entist ekki en þetta var góður dagur...
...maður er fljótur að gleyma...
...en ég fer í brúðkaup á morgun...keypti mér rándýran kjól áðan og ætla að líta frábærlega vel út...eins gott að það verði nóg af einhleypum karlmönnum þarna á vappi...annars er ég illa svikin...
...mig langar á stefnumót...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli