...Og ég hélt ég væri föst...
...í tímaskekkju í gærkveldi þegar íðilfögur rödd Héðins Halldórssonar fréttamanns í kvöldfréttatímar ríkisútvarpsins sagði mér þær fréttir helstar að Saddam Hussein yrði hengdur innan þrjátíu daga vegna glæpa gegn mannkyninu...
...hengdur!
...það er ótrúlegt að maðurinn hafi verið dreginn til dómstóla í Írak...held það sé nokkuð ljóst að sanngjörn réttarhöld fást ekki í því ríki...og þar sem hann framdi glæpi gegn mannkyninu átti að sjálfsögðu að rétta yfir honum í Haag...það skiptir greinilega máli hvaðan maður kemur þegar kemur að réttlætri málsmeðferð...ekki man ég eftir að menn eins og Slobodan Milosevic hafi verið hengdir...voru hans glæpir eitthvað minni í fyrrum Júgóslavíu?
...maður spyr sig í hvers konar þjóðfélagi við búum í þegar maður heyrir svona fréttir...og það á öðrum degi jóla! Ég skipti mér ekkert að því hvort Saddam Hussein eigi skilið dauðarefsingu eður ei...en að hengja fólk árið 2006 er ótrúlegt uppátæki!
...svo beið við frekari veisla í kvöldfréttum sjónvarps þennan sama dag þegar fólkið á götunni í Írak var spurt álits...að sjálfsögðu voru allir sammála dauðarefsingu yfir Hussein þar sem hann er ekki talinn góður og prúður piltur...en einn viðmælanda lét það út úr sér og hváði refsinguna of milda...hann sagði orðrétt "að ætti að búta Hussein niður fyrir framan fólkið á götunni svo það gæti horft á hann þjást"...really?!
...dauðarefsing er umdeild eins og svo margt annað sem kemur að réttarkerfinu í heiminum öllum...mér finnst allavega fólk þurfa að gera ansi helvíti mikið til að eiga skilið að vera dæmt til dauða...
...en hengdur! really?!
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli