4.1.06

...Og þá er maður...

...barasta kominn aftur til Baunalandsins...oooo hvað það er yndislegt...var komin með heilmikla heimþrá og fann það er ég kom til Árósa í gær að hér á ég svo sannarlega heima...

...en það var auðvitað frábært að koma til Íslands...búa hjá mömmu og pabba...hitta vinina...fara í göngutúr...fara á fyddlerí og ég held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið á stuttu tímabil þökk sé Svömpu Gumm, Írisi bógó, Fúúú og heilmiklu sæði hehehe...það er nýja orðið okkar...sæði...ógeðslegt ekki satt...en samt svo yndislegt...

...ég kom til Árósa á miðnætti í gær og Rune, meðleigjandi minn, sótti mig þessi elska...svo þegar heim var komið hitaði hann handa mér pizzu sem sannar að hann er besti meðleigjandi í heimi...

...í dag var síðan fyrsti skóladagurinn sem gekk mjög vel og leggst þessi önn svakalega vel í mig...en ég er enn skotin í strák...er að spá í að fara að hætta því...

...er komin með tölvu núna og mun því væntanlega tjékka mig mun oftar inn á netið á hinum ýmsu kaffihúsum...hver veit...algjör snilld að eiga tölvu...veit ekki hvernig ég fór að án hennar...

...en núna er ég farin að elda mér eitthvað...

Stay black - Salinto!

Engin ummæli: