7.7.06

...Og er búin að vera...

...að hlusta á nýja DJ Margeir diskinn, Blue Lagoon Soundtrack, síðustu daga og hann er alveg frábær...kemur út í næstu viku og ég mæli hiklaust með honum...tekur flott lög eins og Calling You með Jevettu Steel úr myndinni Bagdad Café, Moss með Daníel Ágúst og Baltimore með Ninu Simone...geðveik blanda...er að fíla það...

...fékk nýja Johnny Cash diskinn í hendurnar í gær og það er annar góður diskur...sjiiit hann er magnaður...lítið meira um það hægt að segja...

...annars er ég búin að downloada svo mikið af tónlist upp á síðkastið eins og Neko Case, Death Cab for Cutie, Wolf Parade, Clap Your Hands Say Yeah, Spoon, The New Pornographers og The Decemberists þannig að maður er alltaf með eitthvað gott í eyrunum...

...sumarið er yndislegt...

...nema ættarmót um helgina...

...þarf að fara að læra...nenni því ekki...ég er löt...

...vonandi lifi ég helgina af...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: