20.12.06

..Og nú...

...er sá tími árs að ganga í garð sem mér finnst hvað skemmtilegur...jólin...allt við jólin heillar mig...þá ekki síst róin, afslappelsi og góði maturinn...

...en í ár er annað upp á teningnum...mér finnst akkúrat ekkert skemmtilegt...

...ég er ótrúlega neikvæð og leiðinleg þessa dagana...mér finnst lífið mitt ömurlegt og sé ekki fyrir endann á þessum ömurlegheitum...árið 2006 er búið að vera hræðilega erfitt og leiðinlegt og ég hlakka til að byrja á nýju ári...vonandi verður það skárra...

...mig langar svo að verða ástfangin og sakna einhvers um jólin...mig langar að einhver sé líka ástfanginn af mér og sakni mín um jólin og gefi mér svona vá hvað er gaman að vera kærastinn þinn-gjöf og ég elska þig svo mikið-gjöf...það er ekkert gaman að vera ekki skotin í neinum...mér finnst ég bara tóm í hjartanu...

...en maður á víst ekki að kvarta...en ég geri það samt...

...þannig að varist mig þegar þið sjáið mig á götunni og látið sem þið takið ekki eftir mér...ég dreg ykkur örugglega bara niður með mér...

...en já ég er komin heim...jibbý...það er miklu skemmtilegra að vera pirraður, neikvæður, leiðinlegur, ljótur og óþolandi á Íslandi...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: