4.3.06

...Og núna...

...er gjörsamlega brjálað að gera hjá manni og langþráður frídagur að kveldi kominn...

...ég sit heima hjá Katinku vinkonu minni en þær Anne eru að horfa á eitthvað norskt í sjónvarpinu sem ég nenni ekki að reyna að skilja...

...dagarnir eru mjög langir núna og er ég yfirleitt tíu tíma eða meira í skólanum á hverjum degi...en ég er full af lífsgleði og orku þannig að ég kvarta varla...það gengur líka mjög vel í öllu í skólanum og man ég ekki hvenær ég hugsaði síðast "Ég verð aldrei leikkona"...sem er kannski ekki gott...veit það ekki...á maður kannski alltaf að vera að efast um hlutina?

...í gær var djammað upp í skóla eins og flesta föstudaga á Fredagsbarnum sem er voða stuð...þannig að maður er ekki mjög ferskur í dag því miður...en ég ákvað að rífa mig upp á rassgatinu og fór með Trude vinkonu minni í hjólatúr í tvo og hálfan tíma sem var mjög ferskt og skemmtilegt...

...bara fallegt fólk í kringum mig...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: