28.1.03

Og ég er enn hrædd um líf mitt...

...Squashleikirnir hjá mér og systu eru alltaf að verða meira brútal...dúndurboltar farnir að hitta aðra staði en veggina...misviðkvæma staði en staði samt sem þeir eiga ekki að lenda á...en í dag held ég að hámarkinu hafi verið náð þegar systa náði einhvern veginn að fella mig (ég hef örugglega átt einhverja sök í máli) og ég kastaðist eftir gólfinu og spaðinn á undan mér...er með sár á olnboganum og að drepast í hægra lærinu...en jæja...hvað gerir maður ekki fyrir íþróttina sem maður elskar...vonandi getur maður samt farið að hlaupa á morgunn og unnið vel valdan samstarfsfélaga í squashi...aftur...mouhahahah...fingers crossed

...en já...það kom póstur í dag á Alla Starfsmenn sem var eins og guðsgjöf til okkar Siggu Völu...ISO-gæðavottunarkvendanna....sem sagt listi yfir alla sem fara til Köben...OG maka! Sumir fá stóran plús fyrir að koma með maka og sumir...tja...sumir gætu fengið rosa plús en sumir eru búnað firra sig þeim munaði að fá nokkurn tímann plús og þurfa að sætta sig við að vera fastir í botnsætunum...en jú þið lesið rétt...Sigga Vala er komin aftur frá l´Italie og núna stendur ISO sem hæst ef við eigum einhvern tímann að komast að niðurstöðu...auðvitað er toppsætið svona nokkuð ljóst en allt veltur náttúrulega á aðalgæðapunktinum...Köben 2003.....en auðvitað má reyna að hala inn bónusstig þangað til og eins og fyrr segir eru rauðir bílar....jakkaföt og allar gjafir vel þegnar...
Stay black

Engin ummæli: