7.3.03

Og ég held að heimurinn sé sokkinn í meðalmennsku...

...úúúffff...var í skífunni í gær eins og ég geri alltaf þegar ég er á annað borð í Kringlunni og er ég var að brása í gegnum úrval tónlistar á Íslandi þá rakst ég á Greatest Hits disk...sem er svo sem allt í lagi...neeeema þetta var Greatest Hits með hljómsveit sem er bara búin að gefa út tvo diska....tvo mjög lélega diska may I add...og meeeen....og ekki bara var þetta Greatest Hits...heldur Greatest Hits - Volume 1...æj æj æj...bara öll lögin sem þeir hafa nokkur tímann gefið út og nokkur ný eða? En þetta er hin ágætisvibbahljómsveit Westlife...reyndar fíla ég eitt lag með þeim en það er nú bara útaf textanum...eeen svo kom ég heim í gær og uppgötvaði að ég á einn disk með þeim án gríns...eeen það er nú bara skrifaður diskur sem ég fékk í djókgjöf frá vinkonum mínum einu sinni...og það er einmitt hægt að gera endalaust grín að þessum guttum...algerir vitleysingar...þeir mega þó eiga það að þeir eru alltaf að verða myndarlegri og myndarlegri...en Greatest Hits?! Throw me a freakin´ bone here!

...eeeen helgin er framundan og stefnir í sérdælisprýðilega árshátíðarhelgi...weeeee...planið er að fara í eróbikk með Siggu Völu...svo í fordrykk hjá Sonju megaskvís klukkan sex og þaðan á ORO...síðan á NASA og vonandi enda kveldið á einhverjum minna sveittum stað...það kemur allt í ljós...

...eeeen....gleðilegan flöskudag...þetta par hafði ég aldrei séð áður...og ég hef aldrei séð það aftur...við urðum samt mjög náin þetta kveld ha ha ha....

Engin ummæli: