4.3.03

Og þá er maður bara kominn á nýjan...

...kagga...tja..kannski ekki nýjan...skipti við pabba...ég fæ bílinn þennan mánuð og hann hjólar í vinnuna og svo í næsta mánuði fær hann bílinn en ég hjóla í vinnunni...sem hentar mér mjög vel því ég tími ekki að kaupa mér kort í Veggsport fyrir apríl-mánuð og svona fæ ég hreyfinguna...voðalega sniðugt og mig hlakkar bara soldið til að hjóla...sérstaklega þar sem það er komið svo gott veður á morgnana og byrjað að birta soldið....en já...ég hef varla keyrt gamla/nýja citroeninn hans pabba síðan ég var í æfingaakstri þannig að þegar ég krúsaði um götur bæjarins í gær var það eins og að stíga nokkur skref á götu minninganna...falleg stund það..

...eeeen squash tíminn í gær var nokkuð slappur...alveg glataður mánudagstími og sést það best með að ég vann 3-1...það gerist sko ekki á hverjum degi þannig af þessu má sjá að af tvennu illu sökkaði systa mín meira...eeeen fyrst að svitinn lét standa á sér í lélegum tíma þá ákvað ég að leggja bílnum heima og skokka útí sel í ljós og kaupa mér eitt stykki ljósakort...bara útaf því að árshátíðir eru að koma og svona..um næstu helgi er árshátíð hjá monsoon og ég verð í alveg skjannahvítum kjól þannig að mar þarf nú aðeins að brúnka sig...er líka orðin leið á að vera svona mikil næpa eins og ég er.....en talandi um fína kjólinn minn þá keypti ég semalíu steina í gær og var að dunda mér að sauma þá á...sem var svona nett pain eeeen fyrst ég byrjaði á því þá kláraði ég það bara...á svo nokkra afgangs þannig að ég á eftir að ákveða hvað ég geri við þá...íha...svo bara helgina eftir næstu helgina...Köben beibí!! Þar sem nýja dressið mitt verður vígt...aaaaa...can´t wait!
Stay black

Engin ummæli: