Og enn ein helgi er liðin...
...og ég fékk ekki að vera alveg eins mikil stelpa og ég vildi...Óli kom í heimsókn og við horfðum á There´s something about Mary og hámuðum í okkur heimabakaðar kökur (a la moi) þangað til við ældum næstum því á laugardagskveldið...ég fékk nú samt að vera meiri stelpa en ég hélt...því fyrst ætlaði Óli að koma með Gumma og við ætluðum að byrja á að hakka Bond-safnið mitt í okkur en Gummi bara nennti ekki baun...bara heima að ríða eða eitthvað..ha ha ha....gringóinn lætur ekki að sér hæða...en já...ég og Óli erum að hugsa um að fara að semja leikrit....og fundum titil og allt saman...ha ha ha..."Stelpa með strákabein en kvenmanns hörund"...nú eða "Salinto Caliente" ...bæði mjög góð nöfn...ha ha ha...það fyrra vísar beint í mig og seinna..tja...vísar í Óla? Hann er svo salinto caliente ha ha ha...
...svo var ég bara að vinna alla helgina voða fjör og núna áðan fékk ég smá ógeð á sjálfri mér og hvað ég væri búnað éta mikið þannig að ég skellti mér á línuskauta með snoop doggy dogg...prófað my thunder thighs og þau eru sko í góðu formi..íha! En það sem er ekki í góðu formi eru göngustígar í Breiðholtinu...jidúddamía...sandkassi punktur is góðan daginn gott fólk...fussumsvei...en ég lifði túrinn af og ætla að fara að borða meira...heimalagaður kjúlli hjá mömmu...sleeeevvv...could life be anymore sweeter?!?
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli