31.10.02

Þá veit maður það...Ogmurinn er eitthvað að flame-a mig á síðunni sinni því ég vil ekki panta eitthvað af amazon fyrir hann...er einhver hissa á því?! Fyrsta sinn sem ég panta eitthvað af netinu og það klúðrast líka svona hrapalega!!! Ég ætla sko aldrei að panta neitt á amazon aftur...fæ reyndar réttu spólurnar en ég þarf samt sem áður að borga toll fyrir þær þannig að ég tapa raunverulega 2000 kalli á þessu fíaskói...en ég næ að fullkomna Friends-safnið mitt sem er nú fyrir öllu...jeyj...
En þessi dagur er sko sannkallaður Pearl Jam dagur því ég save-aði alla diskana mína inná tölvuna og er því með killer playlista í gangi...vantar bara Riot act...mar verður víst að bíða aðeins lengur...
Stay black

Engin ummæli: