30.10.02

Úff úff úff...í gær átti ég sko langþráð kósí kvöld með sjálfri mér...ég byrjaði á því að leggja mig aðeins fyrir matinn...svo eftir mat fór ég í skokk-göngutúr með hundinum mínum...í snjóbuxunum mínum en það er helvíti miklu erfiðara að skokka í þeim...en maður lætur sig hafa það...svo betlaði ég monní úr daddy cool og tók mér 2 spólur...ég tók My big fat greek wedding...sem var mjög góð og er ég búnað komast að því að gaurinn sem leikur Aidan í Sex and the city (sem leikur líka í þessari) er draumamaðurinn minn...slefff.....eina sem fór mest í taugarnar á mér við þessa mynd var eitthvað gimp sem lék einhvern grískan frænda...kannaðist dauðans við hann og komst svo að því að þetta er einhver auli úr N´sync...úff...gimme a break..bæði er það sorglegt að hann skuli vera eitthvað að wannabeast að vera leikari og það er jafn sorglegt að ég vissi hvaðan ég kannaðist við hann!!! En þetta er góð mynd öllu síður...fín skemmtun...soldið sæt og þetta er fyrsta mynd sem ég sé í langan tíma þar sem deit atriðin eru svona frekar life-like...anyways...svo tók ég líka American Beauty en sofnaði náttlega yfir henni þannig að ég get átt annað kósí kvöld í kvöld...jibby...
Stay black

Engin ummæli: