Jæja...kannski mál til komið að blogga smá um þessa rólegu en ágætishelgi...here it goes
Föstudagur: Dreif mig í Raggedy sport eftir vinnu og brunaði svo heim, tók mig til og sótti svo Jarðarberið...jújú...mikið rétt...ég var á bíl á föstudaginn...fékk shagon vagonið mömmu og pabba...kellingabílinn Toyota yaris...en hann er með geislaspilara þannig að í mínum augum er etta besti bíll í heimi...anyways...við skunduðum okkur á Kaffi Reykjavík þar sem bjórdrykkjan heillaði...enda ekkert verð á þessu...100 kall..ekki neitt...en ég reyndi að hemja mig því ekki vildi ég bregðast foreldrum mínum þessa helgina...á Kaffi Reykjavík var tjúttað eitthvað fram eftir kveldi og gaman er að kynnast vinnufélögunum utan vinnu...sérstaklega þegar þeir eru í glasi..hehehe...en sumir vildu kynnast öðrum betur en góðu hófi gegnir og því vil ég þakka bjargvættinum mínum Arnari sem er hetja helgarinnar by the way...þegar liðið stakk svo af á Thorvaldsen bar fór ég að hitta Nurse Óla and his fellow nurses í brjálaðri röð á Hverfis...þannig að við kíktum aðeins á Tres Locos og fórum svo bara heim því það er skítakuldi nú í Reykjavík...frábært kveld þótt rólegt hafi verið..
Laugardagur: Vaknaði þvílíkt drulluþreytt í vinnuna sem kennir manni aðeins eitt...til að losna við þreytu þarf mar að djamma lengur og drekka meira...en var samt send fyrr heim því það var ekkert að gera...jú..ég fékk að fara fyrr heim...sem gerist sko ekki á hverjum degi þannig að ég greip tækifærið og skutlaði mér heim og upp í rúm en átti í bévítans erfiðleikum með að sofna þannig að ég horfði á grútleiðinlega Djúpu laug...en hún gat ekki einu sinni svæft mig þannig að ég peppaði mig upp fyrir kveldið...og um átta-leytið lentum við Jóhanna heima hjá Jónu Dóru og ég eldaði mitt fræga súper nachos handa þeim og við vígðum Aftershock flöskuna saman...sem var snilld og vakti upp margar minningar..sumar bitursætar en flestar alveg frábærar....síðan kíktu Bergsteinn og Tinna Karen við og við töltum uppá Broadway...í leigubíl þó...á Hagkaups-árshátíðina margfrægu þar sem Í svörtum fötum spiluðu fyrir dansi...frekar slöpp hljómsveit það en samt ágætisstuð...kíktum svo aðeins niðrí bæ en þar var röð dauðans á alla aðalstaðina (Hverfisbarinn, hverfisbarinn og hverfisbarinn) þannig að við kíktum fljótlega heim...
Sunnudagur: Svaf eins lengi og ég gat áður en ég mætti galvösk í vinnuna...sem var by the way lengsti dagur í heimi...keypti mér nammi og tjillaði um kvöldið með nammi og ís og smá Friends...rotaðist annars uppúr níu og vaknaði svo í morgunn og hér líkur frásögn minni af þessari helgi...
Ef það er eitt eða tvennt sem þessi helgi hefur kennt mér er það að passa það sem maður lætur útúr sér í kringum fullt fólk...og að fara aldrei seinna en tólf á Hverfisbarinn...af þessum mistökum ætla ég að læra sitt hvað og þakka Guði fyrir að Ron Jeremy var aðeins hér eina helgi því annars held ég að landinn hefði farist í æsingnum...thank you and good night
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli