31.10.02

Guð minn góður hvað ég er fegin að þessi pirra Lilju dagur er búinn!! Hann var svo leiðinlegur að ég er ennþá pirruð...eftir bensínstöðvafísaskóið þá fór ég heim, poppaði og horfði á American Beauty...þegar hún var búin skellti ég smá Friends í og þá hófst pirringurinn fyrir alvöru...þessi pirringur á reyndar smá sögu...þannig er mál með vexti að ég pantaði 2 Friends-spólur á amazon um daginn því mig vantar inní seríurnar mínar og það er ekki hægt að kaupa þær hér....og í gær var dinglað hjá mér og viti menn...spólurnar voru komnar...mar þarf að borga þvílíkan toll af svona dæmi og ég var bara með kreditkortið mitt...en jahérna...gaurinn var með posa en tók bara debetkort for crying out loud! Þannig að ég skunda mér í náttfötunum og skærgulu úlpunni útí 11-11 og tek út pening...kem aftur og kvitta á svona skrilljón miða og fæ svo loksins spólurnar...alveg heavy spennt opna ég pakkana og fyrsta spólan er rétta spólan...að ég held...svo opna ég hinn pakkann og þar er vitlaus spóla..orðin smá pirruð en samt ánægð að fá eina spólu rétta...þannig að ég læt hana í tækið...eeeen...allt kemur fyrir ekki...kannast eitthvað voðalega við þættina...þá er þetta rétt hulstur en vitlaus spóla!!! Þannig að ég skrifa reiðibréf til amazon og þeir voru að svara mér áðan...ég fæ að eiga spólurnar sem ég fékk og fæ hinar svo sendar...vibbí! En ég á vitlausu spólurnar nú þegar!!! Urrggg :( En núna er nýr dagur og því ætla ég ekki að láta þetta á mig fá...bara brosa framan í heiminn og faðma hverja einustu manneskju sem ég sé...
Stay black

Engin ummæli: