Jæja...núna er ég manneskja sem á ekki mína bensínstöð heldur flakka svona á milli eins og vera ber...en hef helst lagt það í vana minn að skipta við Orkuna því hún er svo bleik og sæt...og af því að ég hef verið að flakka á milli í svona langan tíma þá hef ég komist að því hvaða stöð er besta bensínstöð í bænum og hver er sú versta...lítil útlistun fer hér á eftir um vottun mína á bensínstöðvum stórborgarinnar...
Besta bensínstöðin...
...er án efa Esso við Ártúnshöfða..það eru allir bensínkallarnir úber nice og tríta mann ekki eins og eitthvað outkast bara útaf því að mar er stelpa...og ekki sakar nú að það er daðrað við mann aðeins í leiðinni..ehehe...þarna er líka Subway sem er nú ekki mínus...og svo er fullt af dóti til sölu þarna...úber nice og hip og cool bensínstöð sem fær 10 fyrir þjónustu og 12 fyrir gott úrval og snilldarlega góðan mat...
Versta bensínstöðin...
...er að mínu mati Select við Suðurfell...jújú...maður á náttlega að styðja Fellneska framleiðslu fyrst maður er nú þaðan fæddur og uppalinn...en ég get bara ekki með neinu móti stundað viðskipti mín við Select...svo sem alltílæ að kaupa sér smá greip, pylsu og frelsi þarna from time to time en ég byggi álit mitt á bensínstöðvum á bensínafgreiðslu og verð ég að segja að sú afgreiðsla þar er til háborinnar skammar...ég segi farir mínar sko ekki sléttar þaðan...atvikið sem kom Select uppá toppinn yfir verstu bensínstöðvarnar gerðist nú bara rétt áðan er ég kom sælleg og fín úr squashi brunandi inná Select planið á honum Bangsímon mínum...og þar stendur fyrir sjálfsafgreiðsla fyrir framan 2 dælur (1 og 2, 3 og 4) þannig að ég fer á dælu 3 því hún er mín megin og nota bene á meðan á þessu atviki stóð þá var einn bensínhálfvitinn að horfa á mig allan fokking tímann...svo opna ég bensínhólfið og ætla að dæla en það kemur ekkert úr...þá hélt ég að ég þyrfti að fara í sjálfsalann því þeir væru svo þjófahræddir þannig að ég gerði það en þá var dæla 3 ekki inná dæminu...þannig að ég ýti á dælu 4 og bakka svo í mestu makindum að dælu 4....þar get ég svo byrjað að dæla og allt gengur eins og í sögu...svo fer ég að ná mér í kvittun og þá kemur helvítis gimpið í kraftgallanum og hér á eftir fara samræður okkar...
Gimp: Þú getur bara dælt og farið svo inn að borga *gimprödd dauðans*
Ég: Já en það kom ekkert úr dælu 3 þannig að ég hélt að það væri ekki svoleiðis system hér...
Gimp: Já sko dæla 3 er ekki inni í sjálfsafgreiðslu...allar aðrar dælur nema dæla 3 og á venjulegum opnunartíma getur þú bara dælt og farið svo inn að borga...
Ég: Já ég hélt það líka en fyrst það kom ekkert úr dælu 3 þá hélt ég að þetta væri öðruvísi (var orðin nett pirruð því eins og ég sagði áðan þá er skilti fyrir framan dælu 3 sem stendur Sjálfsafgreiðsla -2 kr.!!!!)
Gimp: Já en þú getur bara dælt og farið inn að borga...(ekki nóg með að hann sé heimskur og ljótur þá heldur hann greinilega að ég sé meira en lítið treg!)
Ég: Þá man ég það bara næst....helvítis fávitinn þinn!!! Ég fer heim til þín í nótt og nauðga konunni þinni (svo fór ég inní bíl og skellti hurðinni fyrir aftan mig og keyrði á mannfjandann..held að ég hafi fótbrotið hann eða eitthvað...)...neee...ekki alveg það sem gerðist...reyndar er ég svo mikill kjúklingur að samtalið endaði með því að ég fækk smá heimskutilfinningu og gekk skömmustulega inní ryðfjallið mitt á hjólum og staulaðist heim....
En hér hafið þið það...endilega verjið eins mestum tíma og þið getið á Esso en ekki koma nálægt Select því það eru höfuðstöðvar djöfulsins!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli