Ævintýri gærkvöldsins...
Já...það byrjaði sakleysislega...ég og Auður fengum okkur ís í Stikkfrí hjá honum Hebba Gumm og vakti súperman bolurinn minn mikla athygli hjá honum...veit ekki hvort það er gott eða slæmt...en jæja...ég og Auður hámuðum í okkur ís og töluðum um daginn og veginn...helst veginn því við stöllur höfum alveg brennandi áhuga á gatnakerfi Reykjavíkur...eftir íshám var aðeins kíkt á rúntinn og tívolíið og svona og síðan lá leiðin í Grafarvog þar sem ég skutlaði Auði heim í Klukkurimann...en viti menn...ég slökkti á bílnum og svo svona 20 mínútum seinna þegar ég ætlaði að starta honum aftur þá var hann bara dauður greyið...ég fékk hjálp frá einhverjum hjálpsömum ókunningja en allt kom fyrir ekki og þurfti ég að skilja bílinn eftir hjá Auði....hún skutlaði mér heim en mamma vildi sko ekki bekjenna það að bílinn væri dauður og við brunuðum í klukkurimann og eftir mikinn svita, blóð og nokkur tár náðum við að ýta ástinni minni, honum Bangsímon, í gang og keyrði ég sem leið lá heim í kotið til að sofa....
Og hann er ennþá í lagi...annars væri ég ekki hér að segja þessa skemmtilegu, bitursætu sögu :)
Góðan daginn daginn daginn
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli