Já...núna er helgin senn á enda og ég sit við tölvuna í súperman bol með hárið út í loftið nær klökk því vinnuvikan er að hefjast innan skamms aftur...en gærkvöldið var fínt...ég og Eva bestavinkona fórum til Össa bestavinar Óla sem á heima niðrí bæ og því stutt að labba á lífið...og þar var drukkið og djammað...og jello shottin voru jörðuð in no time...
Án þess að vita hvert við ætluðum að fara röltum við niður Laugarveginn og kíktum á stemmninguna...fyrsti viðkomustaður var Tres Locos svona uppá grínið....og það var svo sem ágætis grín...hitti Jóa Jökul þar fyrir utan sem var í góðum fíling...una más fíling...og þegar inn var komið fengu allir sér Frozen Margaritu nema ég...en Gummi gaf mér sína því honum fannst hún ekki góð...og to tell the truth þá hef ég nú smakkað betri áfenga drykki en þetta var fínt...maður segir aldrei nei við áfengi...
Síðan stakk Eva bestavinkona af með Ásrúnu og turtildúfurnar Gummi og Brynja fóru heim að lúlla...eða gera eitthvað annað aðeins meira spennandi...vildu greinilega svitna einhvers staðar annars staðar en á dansgólfinu if you know what I mean *blikk* *blikk*
Þá lá leið okkar Óla og Össa niðrá Nasa sem við Össi vorum mjög á móti en Óli vildi endilega fara þangað inn...like always...og var hann sá mikli herramaður sem hann er og borgaði fyrir okkur inn...svo mikið langaði honum þarna inn því hann elskar þennan stað meira en lífið sjálft held ég bara...en álit mitt á þessum stað er það að jú...fín tónlist og allt það en þetta er bara eins og venjulegur skemmtistaður...bara rosalega stór...og í gær var alltof mikið fólk þarna inni og fannst mér eins og væri verið að reyna að steikja okkur lifandi því hitinn var þvílíkur...svo var endað á Nonnanum þar sem einum kjúklingabát var stútað og svo beið Óli eftir strætó með mér en tók svo leigubíl heim...greinilega of góður fyrir næturstrætó...
Hápunktur kvöldsins er án efa að ég sofnaði í næturstrætó...sem er ekki frásögu færandi því það gerist alltaf...og ungur maður af tyrknesku bergi brotnu held ég vakti mig og spurði...where are you going? og ég svaraði um hæl...Breiðholt...þá sagði ungi maðurinn...where in Breiðholt...þá sagði ég í svefnmóki...Fellar...og þá sagði ungi maðurinn...yes...I will wake you up when we get there...ég sveif aftur á vit draumanna og viti menn...ég vakna við að ungi maðurinn segir...we´re in Fellar now...og án þess að þakka fyrir mig ýtti ég á bjölluna tussuleg as ever og strunsaði út í engum skóm...mér var sem sagt sýnd gæska án þess að það væri verið að reyna við mig og ég þakkaði ekki einu sinni fyrir mig...svona er kvenfólk í dag...
En dagurinn í dag er búinn að vera yndislegur...búnað sofa..horfa á 007...borða pizzu...borða kjúlla og bara yfir höfuð slappa af...hlusta á góða tónlist (Emelíönu Torrini, Stevie Wonder, KoRn og Cure) og njóta þess að vera til því lífið er yndislegt og það er rúmið mitt líka...nammi namm...
Stay black...ég er farin að fá mér ís
Engin ummæli:
Skrifa ummæli