Jæja...dagurinn byrjaður og stefnir í góðan dag...þó að ég hafi næstum misst kökuna, sem ég ætla að fæða samstarfsmenn mína með, á gólfið...en blessunarlega varð ekki af því þó klaufi sé ég mikill.....
En gærkvöldið byrjaði frekar leiðinleg því vinna ég þurfti til hálf 10 og var frekar þreytt þegar ég kom heim...þá var fólk í heimsókn þannig að ég gat ekki platað mömmu til að elda fyrir mig hamborgara...þannig að ég bara gerði það sjálf...svo var ég tekin nauðug á kaffihús af Nurse Óla, Gumma og Fannari ....sem var mjög gaman að hitta þá því lítið hef ég séð þá uppá síðkastið...sérstaklega Fannar ...
En er ég kvaddi þá Gumma og Óla...þá fór ég að pæla...þegar maður fer úr bíl og 2 eða fleiri eru eftir...er þá talað um mann þegar hinir leggja af stað heim?
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli