16.1.04

...Og síðasta miðvikudag...

...fórum við stúlkurnar í Þjónustuverinu á forsýningu á stórmyndinni "The last Samurai" með stórleikaranum Tom Cruise...allt voðalega stórt og fínt eitthvað...

...ég mæli svo sem með henni ef þið eruð fyrir svona "gaur lifir 100 skotárásir af og verður ástfanginn í endann"-hetjumyndir...ég persónulega meika þær ekki alveg þannig að ég er kannski ekki dómbær á skemmtanagildi þessarar myndar...

...þó ber það vott um gæði að ég sofnaði ekki og ég fann ekki fyrir því hvað hún var löng því hún er vel gerð og mörg mjög góð bardagaatriði...

...ekki er þó hægt að hrópa húrra yfir Tom Cruise greyin sem virðist verða lélegri leikari með hverri ofurhasamyndinni sem hann leikur í...watch out Jacke Chan...

...eeeen snillingur miðvikudagsins (sem fær jafnfram knús ef hann vill) er hann Biggi sem bauð okkur stelpunum í bíó...takk Biggi minn...við elskum þig allar...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: