14.1.04

...Og nýja árið hefur aldeilis gert mig ómótstæðilega...

...eða svo virðist mér allavega...

...í gær hringdi hingað herramaður í vinnuna til mín og bauð mér út að borða og í spjall...þá erum við að tala um annað deitið á aðeins 3 vikum...og þetta var sko ekki sami og síðast...magnaður andskoti...

...auðvitað þáði ég boðið og verð ég bara að segja eitt...á meðan fyrra deitið minnkaði trú mína á karlmönnum allsvakalega þá gerði þetta deit það að verkum að ég trúi aftur á karlpeninginn og það sem hann hefur fram að færa...

...kannski er það vegna þess að ég fór á þetta deit án væntinga og ég held að við bæði höfum verið á svipuðum nótum...þ.a.e.s. bara að fara á skemmtilegt vinaspjall...þá er þetta kannski ekki eiginlegt deit...júúúú...saaaamt...hann náttlega bauð mér út að borða...

...en við kíktum á Ban Thai...hef aldrei farið þangað áður en ég fer örugglega þangað aftur...æðislegur staður ehehe...og við áttum hann ein fyrir okkur...samt soldið magnað starfsfólk...örugglega merkilegasta dinner experience sem ég hef átt...gellan sem var að afgreiða var soldið óörugg í íslenskunni og virkaði þess vegna svolítið ógnandi á mann...sem var bara fyndið...maður hafði það eiginlega bara á tilfinningunni að maður myndi verða skotinn af færi ef maður myndi ekki klára matinn eheheh...magnað...

...eeeen tónlistin var góð...lyftutónlist svokölluð ehehe...tailensk lyftutónlist...gerist það betra?!

...allt í allt var þetta mjög skemmtilegt kvöld...virkilegt fullorðinsstefnumót...fílaþa...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: