11.7.03

...Og rétt í þessu...

...var ég að borða algera snilldarpizzu...mmmm...urðum nebblega svo svöng hérna...vorum að mála í dag (Gunni gerði nú mest af því samt) og færandi allt í íbúðinni til og pakka og læti...skelltum okkur hérna á pizzastað...sem er einmitt í leiðinni kebabstaður því ekki er hægt að fá pizzu hér nema gerða af Tyrkja...og ironically enough heitir staðurinn Bella Italia...hehehe...við vorum ein þar að borða fyrir utan tyrknesku fjölskylduna sem á staðinn...ég fékk mér pizzu með kebabi og salti og ógirnilegt sem það virðist vera þá var þetta ein besta pizza sem ég hef smakkað á minni stuttu en skemmtilegu ævi...mmmm...alger snilld...það er margt skrýtið í Danmörkunni en það virðist bara vera nógu skrýtið til að vera gott...yfirleitt...

...en talandi um skrýtið þá er planið á morgun að fara í frisbí golf...ójá...það er víst til hér...og ekki bara hér heldur eru frisbí golf vellir til út um allan heim! Magnað nokk finnst mér og ég bara hlakka til...vonandi fer svo að við förum því þetta er sko saga til að segja barnabörnunum...ef þau verða einhver...

...annars er gleði hér...sólin skín ekki en nóg er af rigningunni...íbúðin er aðeins í rúst og Eva sofnuð á sófanum...svona er Álaborg í dag...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: