7.7.03

...Og þetta er búið að vera...

...himneskur dagur!

...Eftir að Eva vaknaði fórum við niðrí þvottahús og þvoðum smá þvott og svo var stefnan tekin beint á Playstation 2 leikjatölvuna (ójá...maður er að sjúga í sig danska menningu hægri vinstri)...og hvaða leikur var tekinn...ójú..leikurinn sem ég og Eva lifðum í fyrsta árið okkar í FB...besti leikur í heimi (fyrir utan kannski Tekken 3...annars spila ég ekki mikið Playstation þannig að ég hef ekki mikinn samanburð)...allavega...þessi leikur vekur upp brjálaður minningar og herlegheit og það er bara gott mál...reyndar vorum við alltaf að spila númer 1 en núna eru breyttir tímar...tæknin hefur flogið fram...og viti menn...jú góðir hálsar þetta er CRASH BANDICOOT 3 ...alger hreinasta snilld! Eina sem ég gæti hugsanlega sett út á hann (fyrir utan það að ég dett alltaf og dey því tölvan er að svinnnddla á mér) það er að eftir og fyrir hvert borð er bara Loading dauðans á næsta borði...alveg pirrandi...en hvað leggur maður ekki á sig fyrir Crash...hann er svo mikið krútt...

...Svona núna eru Eva og Gunni búnað vera að pakka á fuddlu og ég fékk náttlega að lauma DVD spilaranum mínum og nokkrum bókum með því þau taka einhver rosa gám og eru með room to spare...og auðvitað blóðmjólkar maður þau eins og maður getur því maður hefur ekkert hitt þau í lengri tíma...mouahahha...

...En ég held ég hafi ekki minnst neitt á það hvað ég er fegin að vera komin aðeins nær mínu landi...gamla Íslandinu...þó að öll lönd (sem ég hef heimsótt) séu góð á sinn hátt þá verð ég nú að viðurkenna að Ísland er best í heimi...maður fattar það barasta ekki hvað maður hefur það ótrúlega gott fyrr en maður fer loksins frá litla skerinu...það er nú samt óendanlega gaman að heimsækja nýja heima og kynnast nýju fólki og því er ég ekki að segja að ég haldi mig á Íslandi það sem eftir er...þvert á móti...núna er maður kominn með ferðabakteríuna og þá er ekki aftur snúið...næsta ferðalag verður samt tekið utan Evrópu held ég barasta...aðeins að prófa eitthvað alveg splunkunýtt...því náttlega þegar maður heldur sig í Evrópu þá er vissulega mikill mismunur en samt alltaf sami kjarninn...þannig er það nú bara...en það er gott að vera smá í Danmörku og fara svo til Finnlands...Skandinavían klikkar ekki....myndarlegir karlmenn og góður bjór..ó já já já...og gott Select þegar maður er á leiðinni heim...reyndar heitir það ekki Select hér í Álaborg...heldur 7 - 11 ...en þetta er allt sama dæmið...ég og Eva tókum einmitt nett 7-11 hér á sunnudagsmorguninn þar sem ég var búnað bíta það í mig að elda...Eva átti hakk þannig að við fórum í 7-11 og keyptum lauk, sýrðan rjóma, ost og nachos og ég gerði þetta dýrindis (aðeins öðruvísi) super nachos sem er samblanda af mínu gamla góða super nachosi og hakkréttinum hennar Bettie...og það var snilldin eina...góður morgunmatur..nammi namm...

...En niðurstaðan er samt jafnframt að Ísland er best í heimi...og eins og ég hef alltaf sagt...Grasið er ekkert grænna hinu meginn...það er bara öðruvísi...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: