7.7.03

...Og núna held ég barasta...

...að ég sé hætt að skrifa gamla góða spammið og einbeiti mér að blogginu í smá tíma...held að fólk sé orðið nett þreytt á þessu spammi frá mér alltaf hreint...enda hef ég svo sem lítið að segja núna...maður bara að chilla í Danmörku með Evu vinkonu í góðum fílíng...

...magnað hvað svona smá tími í burtu getur sýnt manni að Ísland er best í heimi...maður finnur allt þar og Íslendingar eru algerir snillingar...eða tja...margir hverjir...mættu kannski vera aðeins persónulegri...aðeins minni víkingar...en svona erum við víst bara...algerir Barbarar...gaman að því...

...en í gær pantaði ég flug frá Finnlandi til London 8. ágúst...ég hlakka ekkert smá til að fara því vonandi kemur Bettie með og það verður brjálað stuð að hitta þessa gutta aftur sem við vorum að djamma með...þeir eru meira en skemmtilegir og alveg jafnmiklir vitleysingar og við...gaman að því...minna mig líka á litlu sætu strákana mína á Hverfisbarnum heima á Íslandi og þá hitnar manni nú um hjartaræturnar...

...eeen furðulegustu hlutir sem maður saknar...ég sakna þess að keyra bíl...ég sakna þess að klappa hundinum mínum og knúsa hann...ég sakna þess að fara í ræktina og spila squash...ég sakna vatnsins...en fyrst og fremst sakna ég íssins...maaagnað...

...eeee núna er ég að spá í að fara að hætta þessu bloggi þar sem ég hef akkúrat ekkert að segja...held ég fari að æfa mig í dönskunni...NOT...

Stay black - Salinto!

Engin ummæli: