13.7.03

...Og þessi sólarhringur...

...er nú ekki beint búinn að vera sá ánægjulegasti í heiminum...en gæti hafa verið verri...gærkveldið var samt alger snilld...það komu hérna vinafólk Evu og Gunna og við grilluðum saman til að kveðja Evu og Gunna því þau eru náttlega að fara heim á þriðjudaginn...sátum við við rauðvínsdrykkju langt fram eftir nóttu...böðuðum okkur í ííískaldri "sundlaug" í góðum fílíng og rifumst við nágrannana um tónlistina...sem sagt típískt íslenskt djamm í hnotskurn...

...síðan kom backlashið...þegar við félagarnir fórum heim uppí íbúð þá tók Gunni eftir því að Playstation tölvan var horfin...þá sáum við einnig að vantaði veskið mitt og Evu...símann hennar Evu og töskuna hennar...með vegabréfunum Gunna og Evu...gaman gaman...það var búið að brjótast inn...löggan kom og læti og þetta var tilkynnt og hvaðeina...ekki beint skemmtilegt svona í morgunsárið og maður aðeins hífaður...

...þannig að núna á Lillan engin kort...engan pening...en ég er samt með vegabréfið mitt og Gunni með veskið sitt þannig að þau skötuhjú ætla að lána mér svo ég komist nú heil og á höldnu til Finnlands á þriðjudag...eeeen ég lokaði mastercardinu mínu og fæ nýtt sent um hæl til Finnlands...góð þjónusta það...sem ég þarf náttlega að borga fyrir...vei vei vei...svo vaknaði maður í morgun hálfdofinn og núna erum við að reyna að flytja sem mest í gáminn sem kemur á morgun út af því að þau þurfa að vesenast í tryggingum á morgun...

...en þetta fer nú örugglega allt vel...ég fæ bara smá lánaðan pening og svona og svo reddast þetta...maður allavega steypir sér ekki í svartsýni alveg strax því ástandið gæti verið miklu verra...miklu miklu verra...samt leiðinlegt að þetta skyldi gerast því gærkveldið var svo frábært....

...en í dag skín sól í heiði...íbúðin soldið skítug og Gunni kominn langleiðina að brjóta skúffu...svona er Álaborg í dag...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: