27.4.03

Og í gær hélt ég víst eitthvað...

..kveðjupartí...það var rosa góð mæting og kvöldið bara vel heppnað í heild sinni...fékk meira að segja nokkrar kveðjugjafir sem ég átti alls ekki vona á...held að Fannar hafi unnið keppnina um flottustu gjöfina er hann endurgalt mér séráprentaðan bol...takk fyrir það...og ég vil þakka öllum sem komu fyrir gott kvöld..koss og knúþ frá Lillunni...og mamma hefði nú átt að hafa meiri áhyggjur af þessu partíi..eina glasið sem brotnaði var í uppvaskinu...hehehe...allir voða prúðir og góðir...Costa liðið hjálpaði mér að stúta Aftershockinu mínu og ekkert nema gott um það að segja...svo var haldið á Hverfis en það voru svo fáir í bænum að það var ekki fyndið...ég var ekki alveg eins og ég á mér að vera því miður og var ekkert alltof hress...en samt soldið hress...svo kom ég heim og viti menn...mútta og fatti bara búnað sjæna allt til og eina sem Lillan þurfti að gera var að skella dúk í þvott og strauja...ég á heimsins bestu foreldra...jiddúddamía...ég held ég fari að skæla þegar ég fer út...

...eeen í dag hefði verið gott að liggja uppí rúmi eða fara í göngutúr og hreinsa hugann af áfengisvímu og sukki en í staðinn þurfti ég að fara að vinna mína vakt í Monsoon...og enga venjulega vakt..heldur síðustu vaktina mína...og ég byggði mér eins konar minnismerki í tilefni dagsins...endilega ef þið eruð í Kringlunni og labbið framhjá Accessorize, takið þá eftir þeirri gullfallegu útstillingu sem er þar í glugganum...Lillan þokkalega gerði hana í dag...eða ég gerði hana náttlega ekki...heldur setti hana upp...og það var sko ekki tekið út með sælunni skal ég segja ykkur...allir í Kringlunni fengu smá live-magadans frá Lillunni í stiga og allt...en ég hafði þá allavega afsökun fyrir að gjóa augunum á litla sæta Hanz gaurinn minn...sem ég kíkti einmitt á áður en ég hætti og kvaddi með virktum..fínasti strákur þar á ferð og alveg drop dead gorgeus...en hann var náttlega miður sín yfir að uppáhaldsaccessorizestúlkan hans væri að hætta og þótti vænt um að ég skyldi kveðja hann...hann er krútt...eins og allir sem ég þekki...I love em all!

...eeeen svo endaði ég síðasta Monsoon daginn minn á að fara með Jóhönnu á Kringlukrána og tala og tala og tala svo aðeins meira um allt og ekkert...en sérstaklega ekkert...og auðvitað sérstaklega stráka eins og alltaf ehehehe...Freyja var einmitt að vinna og við fengum þennan dýrindismat og ég er svo södd að ég gæti fengið bráða-búlimíu...takk fyrir mig og góða nótt!
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: