Og í dag er síðasti...
....hjólreiðadagurinn minn...snökt snökt...ég á nú eftir að sakna þessa hjóls mikið...eeen þessi hjólreiðasaga mín hefur nú ekki verið dans á rósum...byrjaði í roki og rigningu uppá hvern einasta dag en dagurinn í dag er góður endapunktur á misjafnan feril...sól og blíða og Lillan hjólaði meira að segja með sólgleraugu og alles...saamt var það eitthvað twisted því ég á bara svona hæper cooool sólgleraugu úr Accessorize og það er ekkert töff að vera með geðveikt cool sólgleraugu og með girt oní sokka...eeen þetta leggur maður víst á sig til að fá ekki sólina í augun...
....en dagurinn í dag er alveg jeeemm pektd eins og maður segir á góðri íslensku...í hádeginu er systralunch sem er alltaf klassík...svo ætla ég að reyna að nota uppsöfnuðu timana mína og fara fyrr heim og baka...og svo er í kvöld það sem ég er búin að hlakka til síðan ég keypti miðana...that´s right...KK og Ellen Kristjáns ásamt Gospelsystrum...verða vafalaust bestu tónleikar á þessu ári því ég eeeeelska KK út af lífinu...og Ellen er ein fallegasta kona sem ég hef séð...ooooo get ekki beðið...gleymdi reyndar KK disknum mínum heima...hlusta bara á eitthvað latino í staðinn...hehehe...
....en gærkveldið var rosalega fínt...fór heim til Beggu as per usual og horfði á Sörvævör...sem er orðið alveg heavy spennó...ég samt hef núna afsökun til að fara á netið og sjá hver verður kosinn út næst því ég sé náttlega ekki fleiri þætti...aaa...life is sweet...en já...Rósa, Ásbjörg og Bryndís voru auðvitað líka að horfa með okkur en þær yfirgáfu okkur svo um leið og CSI Miami var búið og ég og Begga spjölluðum til rúmlega miðnættis um daginn og veginn undir ljúfum tónum Linkin Park...og það sem barst í tal var til dæmis sturtur...nú finnst mér Begga og Ásbjörg vera mjög lengi í sturtu (nei þær fara ekki saman) og Begga sagði að hún tæki stutta sturtu á svona korteri en langa í alveg hálftíma...hvað er það?! Ég tek stutta sturtu á 2-3 mínútum og langa í mesta lagi korter...yfirleitt bara 10 mínútur...er eitthvað að mér eða?...aaa...ekki svara þessari spurningu...
....eeeen ég er að fara á sunnudag...bara segja það...mér finnst svo gaman að segja það...ekki eftir mánuð...2 viku...viku...heldur á sunnudaginn...eftir 5 daga!
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli