Og í dag er síðasti virki dagurinn minn...
..hér á landi í bili...voðalega er skrýtið að vera að fara að hætta...fór uppí vinnu áðan að kveðja hópinn minn og þó ég sé mjööög svo fegin að vera að hætta þá á ég samt eftir að sakna þeirra aðeins...þau eru nú svo mikil krútt...svo er maður bara að chilla í góða veðrinu...fara í banka og redda ýmsu...ætla svo að kíkja í fótboltann á eftir til að aðeins hreyfa á mér rassinn svo hann stækki ekki úr góðu hófi...svo er það bara kveðjustundir í kveld heima hjá Jóhönnu og svo ætla ég að kíkja á Hjördísi aðeins...svo á morgun þarf ég að kveðja Freyju og strákana Óla og Fannar...og fjölskylduna mína...og og og...alltof mikið að gera hérna hjá mér...en það er fínt..þá hugsar maður ekkert um hvað maður er að demba sér útí á þessum síðustu og verstu..
...eeen ég fór til talnaspekings á miðvikudag eins og þeir vita sem lesa þessa síðu yfir höfuð og það var mjööög forvitnilegt og ég mæli eindregið með honum...hann ráðlagði mér í ýmsum málum og þetta hjálpaði mér mjög mikið að róa hugann aðeins og horfa á hlutina eins og þeir virkilega eru...hann benti mér á mína veikleika og mína hæfileika...ráðlagði mér með skólaval og hvernig ég ætti að haga mér í samskiptum við annað fólk og sjálfa mig...alveg vel þess virði en orsakaði það reyndar að ég var ekkert hýper hress á pöbbnum og út að borða eftir á...datt í það og fór svo bara snemma heim...alveg búin á því og komin með nóg af drykkju...ótrúlegt en satt...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli