Og í dag afrekaði ég það...
...að spila fótbolta í keiluskóm...og var í vinningsliðinu...allt skónum að þakka held ég...en það ku víst ekki vera æskilegt að taka skó úr Keiluhöllinni...ég hélt að verðið á skónum væri reiknað inní verðið á keiluleiknum...þannig að ég náttlega bara stakk skónum oní tösku og spilaði góðan fótbolta í dag í þeim...skoraði reyndar ekkert mark en varði einu sinni sem hefur aldrei gerst...þetta er allt að koma...leiðinlegt að ég skuli tapa þessum hæfileikum niður þegar ég hætti hjá Skýrr eftir aðeins 3 vinnudaga! En kannski kemur maður sér inní fússballinn í Granada...aldrei að vita...
...eeen það er bara afslappelsi í kvöld og nammiát...er bara bíða eftir að American Idol byrji...meeen that´s good tv...
...eeen ég fékk sniðugt komment á skrif mín um daginn...ónefndum aðila fannst gaman hvað ég get bloggað um einhverja steypu og eitthvað svona sniðugt og svo verið samt að tjá aðeins tilfinningar í leiðinni og solleis sjitt...en samt gert það þannig að fólki finnist alveg gaman að lesa það og alls ekkert vandræðalegt þegar það svo hittir mig...ég hef bara ekkert verið að spá í því reyndar...ég skrifa bara það sem mig langar til akkúrat á þeirri stundu sem ég skrifa...stundum er það steypa og stundum er það eitthvað meira en steypa...en ef ég ætti að skrifa um allt sem ég er að spá til dæmis núna þá sæti ég hér í allt kveld...ég ku spá of mikið í hlutunum og því er kannski best að maður bloggi bara svona 1-2 sinnum á dag hehehe...
...ég einmitt tók rosa pælingarstund áðan þegar ég hjólaði heim úr vinnunni...það er fátt yndislegra en að hjóla í góðu veðri með Your Song í botni og bara njóta þess að vera til sveimérþá...hjólaði lengri leið heim og það var geggjað...mmmm...en já...maður var að pæla í hinu og þessi og sérstaklega því sem er að fara að gerast á næstu dögum í sambandi við þessa landsflutninga...það var mikið talað um það í morgunkaffinu í morgun að fara til útlanda væri engin lausn og maður ætti ekki að gera það til að flýja eitthvað...og ég er alls ekki að flýja neitt heldur meira að læra að standa fokking einu sinni á eigin fótum...ég hef aldrei þurft að bjarga mér sjálf í neinu og ég held að það sé tími til komin að ég geri það...og hreinsi hugann og kynnist nýju fólki...en ég fer ekki út með neinar væntingar um að mér birtist skyndilausnir á öllu því sem ég er að spá...ég fer eiginlega ekki út með neinar væntingar punktur...ætla bara að sjá hvernig hlutirnir þróast og hver veit hvar ég enda...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli