23.4.03

Og ég er alveg að gefast upp á því...

...að fara í sund og actually synda...ekki útaf því að ég sé svo mikill aumingi heldur út af því að fólkið sem syndir í Breiðholtslauginni er annaðhvort blint eða retarded...og í sumum tilfellum bæði því það er orðið svo gaaaamalt! No offence to the elderly en ég meina kommon! Watch were you´re going! Það ættu eiginlega að vera inntökuskilyrði í sundlaugar...svona ef fólk notar gleraugu að vera þá með linsur (eins og ég) og ef fólk getur ekki notað linsur þá er því bannað að synda nema á afmörkuðu svæði...og þá getur maður forðast það svæði...í staðinn fyrir að einhver komi á bullandi baksundi og rota mann í miðri lauginni...og ég reyni að vera þolinmóð...því ég er yfirleitt svona ágætlega þolinmóð en eins og í gær...það var gaur haddna í lauginni og ég sver að markmiðið hans var að bola öllum úr lauginni...hann byrjaði að synda vinstra meginn við mig...svo var hann alltíeinu kominn hægra meginn (have no idea how that happened) og farinn að synda eitthvað skringilegt sund...svona cross between hundasund og baksund...og farinn að synda á einhverja greyið konu...þannig að eftir smá krafs þá forðaði hún sér...og þá er gaurinn kominn með sérbraut..sem ég hélt að væri nú pointið hjá honum...en neeeeeeiiiii...í næstu ferð byrjar hann þá að synda á Lilluna! Ég átti svo bágt með mig að dúndra bara ekki ofur kálfunum mínum í magann á honum en maður verður nú að respect the elderly er þagggi!? Svo er svo fyndið að horfa á þetta gamla fólk synda...í hverjum andardrætti er eins og það sé að fara að gefa upp öndina...ehehe...en þetta var sem sagt sundferð dauðans í gær...ekki bara það að fólk hafi verið að synda á mann og hvaðeina heldur var ég í mjöööög mikilli ædentití krísu og fannst ég vera ljótasta manneskja í heimi...og ekki hjálpaði nú að það er spegill í sundi rétt áður en maður skellir sér út í laugina..hvað er það? Það eiga ekki að vera speglar í sundi! Það er bara mean! En það var sætur strákur í heita pottinum so I´m cool...og krísan er öll að koma til...

...eeeenda er djamm djamm djamm í kveld...það er víst keilu-skýrr-djamm...síðasta djammið með vinnufélögunum áður en maður yfirgefur þetta god forsaken land...ég og Sigga Vala tökum nú bara stefnuna á blindafyddlerí og svo í bæinn...með eða án vinnufélagana...við erum okkar eigin skemmtun eheheh...það verður sko tekinn þéttur White Russian á þetta og keilan er auðvitað í öðru sæti...

...eeen talandi um að yfirgefa landið þá spurði vinkona mín mig í gær hvort ég væri að beila á ferðinni því það væri svo stutt í hana...og to tell you the truth þá eru svona 40 prósenta af mér að beila...þessi sömu 40 prósent vakna upp í svitakófi á næturnar við meinlaus dýr eins og flugur og steikja hamborgara uppúr lýsi þannig að ég kvíð svo sem ekkert voðalega fyrir því að ég geti þakkað í þessum persónuleika...nei ég meina prósentum...en auðvitað er maður soldið nervus að fara til annars lands einn og óstuddur en það er ekki eins og ég sé að fara til Kína...besides...þá ákvað ég þetta fyrir rúmlega hálfu ári síðan og beit það í mig að ég ætlaði sko að fara no matter what...og þegar ég bít eitthvað í mig þá fer það ekki nema ég geri það...því miður...
Stay black

Engin ummæli: